Tónlistargoðsögnin Billy Joel er sagður „leiðast“ yfir eigin heimildarmynd, sem hefur slegið í gegn á HBO Max. Þetta segir dóttir hans, söngkonan Alexa Ray Joel, í viðtali við Page Six.
„Hann lítur ekki mjög stórt á sig,“ segir Alexa, sem 39 ára og hefur fetað í fótspor föður síns. „Hann er svo sjálfsgagnrýninn. Ég segi við hann: Þú ættir að vera svo stoltur. En hann dæsir bara. Hann er ekki týpan sem lifir á sviðsljósinu – hann er alvöru listamaður, feiminn og djúpþenkjandi,“ segir Alexa.
Heimildarmyndin rekur feril Billy Joel frá erfiðum uppvexti á Long Island, árum hans sem barpíanóleikari í Hollywood og allt þar til að hann springur út sem ein stærsta poppstjarna heims. Joel á að baki fjögur hjónabönd, fimmtán Grammy-tilnefningar og hefur fyllt hinn goðsagnarkennda Madison Square Garden í New York yfir 100 sinnum.
Myndin fer yfir persónulegar hæðir í lífi Joel sem og lægðir, þar á meðal þunglyndi og baráttu hans við áfengisdjöfulinn.
Dóttirin segir vonast til þess að faðir sinn sjái síðar hversu góð heimildarmyndin er og af hverju vinsældirnar eru svona miklar.
„Kannski eftir nokkra mánuði hugsar hann: Æ, þetta var nú reyndar alveg töff. En hann er bara ekki að spá í sjálfan sig – hann er aldrei hrifinn af eigin verkum.“