Breski leikarinn Christian Bale er staddur á landinu ásamt fjölskyldu sinni. Fyrr í dag voru þau í Eyjum og brugðu sér meðal annars í bakaríið við höfnina, þar sem þau fengu sér kaffi og bakkelsi.
Segir sjónarvottur DV að það var eins og enginn á staðnum þekkti bresku stórstjörnuna.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Bale heimsækir Ísland, en hluti af Batman Begins (2005) var tekin hér á landi.
Á mánudag var Bale, staddur ásamt eiginkonu sinni, Sibi Blazic og 11 ára syni þeirra Rex, í Róm til að horfa á tvítuga dóttur þeirra hjóna, Luka, ganga tískupallinn í Alta Moda tískusýningu Dolce & Gabbana.