fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. júlí 2025 11:30

Neeson er ekkill og Anderson fráskilin í fimmta skiptið. Myndir/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sterkur orðrómur er nú um að Hollywood stjörnurnar Pamela Anderson og Liam Neeson séu að stinga saman nefjum. Léku þau nýlega saman í vinsælli gamanmynd.

Breska blaðið The Daily Mail greinir frá þessu.

„Ég elska hana út af lífinu. Það er frábært að vinna með henni. Ég get ekki hælt henni nóg,“ sagði hinn 73 ára gamli Norður Íri aðspurður um samstarfið með Pamelu Anderson í endurgerð af kvikmyndinni The Naked Gun. Neeson varð ekkill árið 2009 þegar eiginkona hans, leikkonan Natasha Richardson lést í skíðaslysi.

„Hún er ekki með stórt egó. Hún bara mætir og vinnur vinnuna,“ sagði Neeson. „Hún er fyndin og það er auðvelt að vinna með henni. Hún verður frábær í myndinni.“

Hin kanadíska Anderson er nokkuð yngri en Neeson, aðeins 58 ára gömul, en hefur verið gift fimm sinnum. Þekktustu eiginmenn hennar eru trymbillinn Tommy Lee og rapparinn Kid Rock. Hún hefur verið einhleyp síðan 2022 þegar hún og fimmti eiginmaður hennar Dan Hayhurst skildu.

Í viðtali fyrir The Naked Gun lýsti Anderson Neeson sem „auðmjúkum“ og „fullkomnum herramanni.“ „Hann dregur fram það besta í manni, með virðingu, umhyggju, dýpt og reynslu. Það var algjör heiður að fá að vinna með honum,“ sagði Anderson. „Hann horfði af alvöru á mig og vafði frakkanum sínum utan um mig þegar mér var kalt. Ég held að ég hafi eignast vin að eilífu í Liam og við fundum tengingu sem var raunveruleg og hann er mjög góður náungi. Hann er líka svolítið kjánalegur. Hann hagar sér eins og smástrákur stundum.“

Orðrómur var á tökustaðnum um að stjörnunnar tvær væru að draga sig saman. Meðal annars af því að Anderson skildi eftir smásökur, múffur og heimabakað súrdeigsbrauð í herberginu hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“