fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Katrín segist ekki geta starfað eðlilega eftir krabbameinsmeðferðina – „Mjög erfitt“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 3. júlí 2025 14:20

Katrín Middleton

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Middleton prinsessa greindi með tilfinningaþrungnu hætti frá því hvernig líf hennar væri að lokinni krabbameinsmeðferð.

Katrín heimsótti Colchester-sjúkrahúsið á miðvikudag og lýsti veikindunum sem „mjög, mjög erfiðu“ tímabili í lífi sínu.

„Maður setur upp eins konar hugrakka grímu í gegnum meðferðina,“ útskýrði hún. „Meðferðinni er lokið, svo það ætti að vera „ég get haldið áfram, farið aftur í eðlilegt horf“ en það er alls ekki þannig.

Katrín benti á að þrátt fyrir að þrátt fyrir að hún væri ekki lengur í ferli hjá læknateymi gæti hún ekki starfað eðlilega heima eins og hún gerði kannski einu sinni.

„Að hafa einhvern til að hjálpa þér í gegnum þetta, sýna þér og leiðbeina þér í gegnum það skeið sem kemur eftir meðferð … er mjög dýrmætt. Að finna nýtt hversdagslegt líf tekur tíma. 

Þetta er eins og rússíbani, þetta er ekki eins einfalt og maður býst við. En raunin er sú að maður gengur í gegnum erfiða tíma.“

Middleton tilkynnti krabbameinsgreiningu sína opinberlega í mars 2024, tveimur mánuðum eftir að hún steig úr sviðsljósinu til að gangast undir kviðarholsaðgerð.

„William og ég höfum gert allt sem við getum til að vinna úr þessu og takast á við það í einrúmi fyrir ungu fjölskyldu okkar,“ skrifaði hún þá og vísaði til þriggja barna þeirra; Georgs, 11 ára, Charlotte, 10 ára, og Louis, sjö ára. Katrín lauk krabbameinslyfjameðferð í september 2024 og fjórum mánuðum síðar tilkynnti hún í langri yfirlýsingu að hún væri krabbameinslaus.

„Ég held áfram að einbeita mér að bata,“ skrifaði hún í janúar. „Eins og allir sem hafa fengið krabbameinsgreiningu vita tekur það tíma að aðlagast.“

Katrín hefur hægt og rólega verið að taka við konunglegum skyldum sínum á ný síðustu tvo mánuði, síðast þegar hún sótti Trooping the Colour í júní. Katrín dró sig síðan á síðustu stundu frá Royal Ascot síðar í sama mánuði.

Fjölskyldan við Trooping Of The Colours í júní.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?