fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Hús Múmínálfana er risið í Kjarnaskógi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. júní 2025 17:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hús hinna elskuðu Múmínálfa Tove Jansson er nú risið í Kjarnaskógi, en undirbúningur hefur staðið í nokkurn tíma að hluti skógarins öðlist nýtt líf sem Múmínskógur.

„Mía litla fær nú loks þak yfir höfuðið í Múmínskóginum. Krzysztof verkstjóri hjá Jóhann Helgi & Co ehf. mætti hér í Kjarnaskóg með sína öflugu menn á mánudaginn sem unnu hratt og vel en þeir héldu svo allir heim í langþráð frí nú eftir hádegið hafandi borðað svolítinn hákarl til að herða hugann og þóknast okkur hjá Skógræktarfélag Eyfirðinga,“ segir í færslu félagsins á Facebook.

„Á einungis einni viku reistu þeir Múmínkastalann fyrir Míu sem er afar vel að verki staðið en verkinu er þó hvergi nærri lokið, öryggissvæði og umgjörð öll er næsta mál á dagskrá. Undirbúningur hefur staðið um hríð. Starfsfólk okkar, verktakar og nemendur Menntaskóla Akureyrar hafa komið þar að málum og gaman að sjá gamla, kræklótta síberíulerkilundinn á Kjarnavelli öðlast nýtt líf sem Múmínskógur, sjálfstæð eining innan Kjarnaskógar sem hýsa mun fjölskyldumeðlimi Míu auk annara sögupersóna þess ágæta ævintýris eins og Snorksins og Snorksstelpunnar, Morrans, Hemúlsins, Hattífattanna og svo framvegis. Aðdáunarvert að sjá þessa samhentu harðduglegu fagmenn að störfum og takk fyrir frábærlega unnið verk kæru vinir Krzysztof, Mariusz og Arek.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni