Bill Belichick, fyrrum þjálfari NFL-liðsins Patriots, er í sambandi með Jordon Hudson. Hún er 24 ára og hann er 73 ára. Samband þeirra hefur því vakið mikla athygli, en ekki bara vegna aldursins heldur vegna hegðunar hennar. Það vakti til að mynda mikla athygli þegar Bill var í viðtali hjá CBS og virtist hún vera við stjórn. Þáttastjórnandinn spurði Bill hvernig hann kynntist Jordan. Þá mátti heyra í Jordan, sem ekki var með í viðtalinu en var inni í sama rými, segja að þessi spurning væri ekki í boði. Margir sögðu viðtalið mjög vandræðalegt og kölluðu Jordan „stjórnsama,“ sögðu að hún væri að „stjórna“ Bill.
Horfðu á klippu úr því hér að neðan.
@yahoosports Bill Belichick’s girlfriend Jordon Hudson shut down a question about how they met during an interview with CBS 👀 (via @CBS Mornings) #billbelichick #jordonhudson #tarheels #newenglandpatriots ♬ original sound – Yahoo Sports
Nú greinir Page Six frá því að elítan í Nantucket vilji ekkert með Jordan gera, þrátt fyrir tilraunir hennar að komast inn í hópinn.
„Fyrrverandi eiginkona hans, Linda, er á fullu í góðgerðar- og samfélagslífinu og Jordan vill vera virkari í því. Hún er að reyna að koma sér inn í „klíkuna,“ segir manneskja úr elítunni í Nantucket við Page Six.
Annar heimildarmaður sagði að fólk væri í liði með Lindu og væri ekki beint að taka opnum örmum á móti Bill og Jordan.
„Fólk í Nantucket er frekar fágað og flott […] Það er mikið um klíkuskap hér, mjög svo,“ sagði hann.
„Það er ekki að bjóða fólk velkomið í hópinn sem þeim finnst ekki passa þar inn. Fólk er ekki hrifið af Jordan. Hún er frekar ung.“
Jordan er 49 árum yngri en Bill og kynntust þau árið 2021, þegar Jordan var rétt um tvítugt. Þau kynntust um borð í flugvél, þann 11. febrúar 2021, en á þeim tíma var Bill í sambandi með Lindu Holliday, 61 árs.
Þau hættu saman í september 2023 eftir 16 ár saman.