fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fókus

VÆB hamrar járnið meðan heitt er

Fókus
Föstudaginn 16. maí 2025 20:58

VÆB. Mynd/Ragnar Visage

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dúettin VÆB mun annað kvöld stíga á svið í Basel í Sviss og keppa fyrir hönd Íslands í úrslitum Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision. Liðsmenn VÆB hafa nýtt tækifærið á meðan þeir eru í sviðsljósinu og senda á morgun frá sér nýtt lag sem þeir luku við á hótelinu sem þeir gista á í Basel.

Eins og DV greindi frá í morgun spilaði VÆB, sem skipað er bræðrunum Matthíasi Davíð og Hálfdáni Helga Matthíassonum, lagið, sem ber titilinn Dr. Saxophone, í myndbandi á TikTok með þeim orðum að það kæmi út af nógu margir myndu líka við myndbandið og nú hefur það gengið eftir.

VÆB bræður sömdu nýtt lag og spiluðu fyrir æsta aðdáendur tveimur tímum síðar – Sjáðu myndbandið

Í tilkynningu sem send var frá RÚV nú í kvöld er greint frá nýja laginu. Athygli vekur að tilkynningin komi þaðan þar sem hún varðar ekki nema að hluta til framlag Íslands í Eurovision, lag VÆB, RÓA.

Í tilkynningunni segir að nýja lagið, Dr. Saxophone, komi á morgun út á öllum helstu streymisveitum. Textinn er samin af Matthíasi Davíð, Hálfdáni Helga og Inga Bauer sem einnig pródúseraði lagið.

Í tilkynningunni segir einnig að þeir bræður séu í þann veginn að stíga á svið í dómararennsli Eurovision og séu spenntir að leyfa fólki að heyra nýja lagið:

„Við erum búnir að vera með þetta lag í maganum í dáldinn tíma og svo bara þegar við áttum lausa stund hérna í Basel náðum við að klára þetta með Inga. Við erum bókaðir á alveg helling af skemmtunum og útihátíðum um allt land í sumar og við hlökkum mikið til að syngja þetta fyrir þjóðina í góða veðrinu,“ er haft eftir þeim bræðrum.

Meðhöfundur þeirra, Ingi Bauer, tekur í sama streng samkvæmt tilkynningunni:

„Þetta lag er bara stemmning og algjört rugl þannig séð. Sumar og saxófónn, ég myndi eiginlega lýsa þessu þannig. Sól og bullandi stemmning.“ segir Ingi.“

Að lokum segir í tilkynningunni að bræðurnir séu afar spenntir fyrir keppni morgundagsins þegar langþráður draumur þeirra rætist:

„Það verður gjörsamlega geggjað að standa á sviðinu á morgun fyrir framan 200 milljónir manna. It’s a dream, það er bara þannig. There you go,“ segja bræðurnir á tandurhreinni íslensku og lofa því að tilkynna stórtónleika á Íslandi bráðlega. „Bíðið bara, það verður epic!““

Loks er minnt á í tilkynningunni að VÆB-bræður verða með fjölskyldutónleika í Salnum Kópavogi þegar heim frá Basel kemur. Uppselt sé á alla tónleikana og hafi nýjir aukatónleikar verið settir í sölu.
Nýja lagið, Dr. Saxophone, komi út á morgun á Spotify, Youtube og öllum helstu streymisveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill birti þras sem skapaði líflegar rökræður – „Það fer ofsalega í taugarnar á mér þegar byrjað er að slá gras“

Egill birti þras sem skapaði líflegar rökræður – „Það fer ofsalega í taugarnar á mér þegar byrjað er að slá gras“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“

Áhrifavaldur sætir harðri gagnrýni: „Þetta er bókstaflega hættulegasta kynjaveisla sem ég hef séð“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?

Aðsend grein: Heyrir þú raddir?