Skömmu eftir að Diddy var handtekinn í september síðastliðnum var dregið fram í sviðsljósið gamalt myndband af honum með barnungum Justin Bieber. Á þeim tíma sem myndbandið var tekið var Diddy fertugur en Bieber 15 ára og lýstu netverjar myndbandinu sem „óþægilegu“ og „krípi“.
Í myndbandinu beindi Diddy orðum sínum að myndavélinni og sagði:
„Hann ætlar að eyða 48 tímum með Diddy, við ætlum að hanga og gera hluti sem við getum ekki beint sagt frá. Þetta verður draumur hvers 15 ára drengs. Ég hef fengið umsjá yfir honum. Hann er á skrá hjá Usher og ég var með forræði yfir Usher þegar hann gaf út fyrstu plötuna sína. Ég er lagalega séð ekki með forræði yfir [Bieber] en hann verður með mér næstu 48 tímana og við ætlum að missa okkur.“
Vakti myndbandið mikinn óhug í ljósi þeirra alvarlegu ásakana sem komnar voru fram gegn Diddy og óttuðust einhverjir að Bieber hefði orðið fyrir ofbeldi gegn honum.
Í yfirlýsingu sem talsmaður Biebers sendi TMZ kemur fram að Bieber hafi ekki verið fórnarlamb Diddy. „Þó að hann sé ekki á meðal fórnarlamba Sean Combs þá eru einstaklingar þarna úti sem urðu raunverulega fyrir skaða af hans völdum. Að beina athyglinni frá þeirri staðreynd dregur úr því sem þessi fórnarlömb eiga rétt á,“ sagði í yfirlýsingunni.
Bieber var sagður í töluverðu uppnámi eftir að Combs var handtekinn í haust og var hann sagður hafa lokað sig af. Margir af þeim sem hjálpuðu Bieber þegar hann var að fóta sig í tónlistarbransanum voru nátengdir Diddy og þekktust þeir þar að auki mjög vel.
These videos NEED to resurface to expose the disturbing behavior of P Diddy around a 15-year-old Justin Bieber.
This is how a creepy freak behaves. DISTURBING.
We should hold people accountable, no matter their status or fame!!! pic.twitter.com/C5li2jhE2f
— Miss ADG (@therealmissadg) September 18, 2024