fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Heimildarmynd um íslensku hetjuna Ægi vekur athygli – „Æðislegt og þvílíkur heiður“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 13. maí 2025 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Einstakt ferðalag er komin í úrslit á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni ARFF Berlin. Myndin fjallar um hinn unga Ægi Þór sem glímir við sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm sem nefnist Duchenne. Leikstjóri og kvikmyndatökumaður myndarinnar er Ágústa Fanney Snorradóttir.

Í myndinni er fylgst með Ægi ferðast um Ísland og hitta langveik börn og fjölskyldur þeirra til að veita innsýn í líf barnanna og eiga með þeim skemmtilega stund.

Móðir Ægis, Hulda Björk Svandóttir, segir það þvílíkan heiður að fá þessa viðurkenningu en aðstandendur myndarinnar dreymir um að hún fari sem víðast. Það er þó ekki hlaupið að því að koma mynd á dagskrá risa á borð við Netflix eða Prime.

Hulda skrifar á Facebook:

„Maður þarf helst að þekkja einhvern. Ég get til dæmis ekki sent tölvupóst til að reyna að auglýsa myndina. Það eru margir sem þekkja okkur Ægi orðið og hvað við gerum svo nú langar mig að leita til ykkar og biðja um hjálp. Er einhver sem hefur tengingar í kvikmyndaheiminum til dæmis sem getur tengt mig við einhvern? Þið getið líka hjálpað mér með því að deila. Einstakt ferðalag er mikilvæg mynd og á erindi um allan heim. Við höfum fengið frábærar móttökur við myndinni og ég held að hún eigi erindi um allan heim. Það er svo sérstaklega gaman að segja frá því að RÚV mun sýna myndina í haust á Duchenne-deginum.“

Ægir hefur undanfarin ár staðið fyrir vitundarvakningu um Duchenne og aðra sjaldgæfa sjúkdóma ásamt móður sinni. Hafa þau meðal annars dansað saman á föstudögum til að sýna að það sé alltaf hægt að finna gleðina í lífinu, sama hvað á dynur, þó það sé jafnvel bara í stutta stund hvert sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega

Það var spennandi að sofa hjá giftum konum – En það breyttist snögglega
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro