fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
Fókus

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Fókus
Þriðjudaginn 15. apríl 2025 09:30

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) varar við fölsuðum útgáfum af Ozempic. Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að yfirvöld lögðu hald á nokkur hundruð einingar fyrr í apríl.

Ozempic var fyrst þróað sem sykursýkislyf en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Lyfjaframleiðandinn Novo Nordisk, sem framleiðir meðal annars Ozempic, tilkynnti matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna að það væri fölsuð 1 mg sprauta af Ozempic í dreifingu. Lyfin virðast hafa borist á markað með ólögmætum hætti.

Að sögn eftirlitsins voru fölsuðu útgáfurnar merktar lotunúmerinu PAR0362 og raðnúmerum sem hefjast á 51746517.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stofnunin varar við „feik Ozempic.“ Í desember 2023 lagði hún hald á þúsundir eininga af fölsuðum sprautum sem voru teknar úr umferð og varaði neytendur við þar sem það gæti verið að eitthvað af efninu væri enn í sölu.

Svarti markaðurinn

Sumir kaupa Ozempic á svarta markaðinum og hefur það haft hræðilegar afleiðingar, þar sem þú veist ekki hvað þú ert að fá. Breska sjónvarpsstjarnan Aisleyne Horgan-Wallace lét næstum lífið eftir að hafa tekið inn lyf sem er talið hafa verið „gervi Ozempic.“

Aisleyne Horgan-Wallace. Mynd/Getty Images

„Ég ætla að vera alveg hreinskilin og ég er ekki stolt, en ég keypti Ozempic á svarta markaðinum,“ sagði Aisleyne í byrjun árs.

„Ég hef örugglega fengið slæman skammt því líkaminn minn brást svo illa við. Í þrjá daga hélt ég að ég væri að fara að deyja. Ég lá uppi í rúmi, vaknaði til að kasta upp, var með niðurgang og sofnaði svo aftur. Á einum tímapunkti var ég með þrjá poka fulla af ælu við hliðina á rúminu mínu. Ég var orðin svo óttaslegin, ég byrjaði að missa sjónina, ég gat ekki einu sinni séð símann minn og hafði ekki hugmynd um hvað myndi verða um mig.“

Þrátt fyrir að vera hætt komin sótti Aisleyne sér ekki læknisaðstoðar, hún segir að hún hafi skammast sín of mikið.

„Mér leið illa að sóa tíma heilbrigðiskerfisins þar sem ég gerði mér þetta sjálf,“ sagði hún.

En sjónvarpsstjarnan ákvað að stíga fram og segja sögu sína til að vara aðra við. „Mín skilaboð eru: Ekki gera þetta. Ég dó næstum því út af þessu. Það er ekki þess virði að deyja bara til að missa nokkur kíló. Ekki stytta þér leið þegar kemur að heilsunni og ekki kaupa lyf af svarta markaðinum, því þú hefur ekki hugmynd um hvað er í því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur segir að þetta sé merki um að sambandið sé dauðadæmt

Sérfræðingur segir að þetta sé merki um að sambandið sé dauðadæmt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur

Stigavélaæfingin sem stelpurnar elska – Hafa séð ótrúlegan árangur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið

Hanna Rún föndraði ævintýrahús fyrir „jólamýsnar“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set

Ritari Sjálfstæðisflokksins flytur sig um set
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“

Þingmaður Viðreisnar selur einbýlishús í Reykjanesbæ – „Þetta hús hefur alltaf verið mitt heima“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan

Gwyneth Paltrow vildi ekki leika í kynlífsatriði með Ethan Hawke – Þetta er ástæðan