fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Karen segir enga hljómsveit hafa gert íslenskunni jafn mikið gagn – „Þetta er þjóðarauður“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 13. apríl 2025 20:30

Karen er ánægð með Rottweiler hundana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karen Kjartansdóttir, almannatengill og samfélagsrýnir, segir að rapphljómsveitin XXX Rottweilerhunder séu þjóðarauður. Engin hljómsveit hafi gert íslenskunni jafn gott og hún.

„Ég hef verið að vinna að efni um verðmæti íslenskrar tónlistar – bæði menningarlega og efnahagslega,“ segir Karen í færslu á samfélagsmiðlum. „Þegar öllu er á botninn hvolft er niðurstaðan eiginlega sú að engin hljómsveit hefur gert íslenskunni jafn mikið gagn og XXX Rottweiler.“

Hljómsveitin var stofnuð árið 2000 fyrir keppnina Músíktilraunir, unnu hana og slógu rækilega í gegn með samnefndri plötu ári seinna. Á meðal meðlima eru Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca, og Ágúst Bent, títt nefndur Bent. Hafa þeir ávallt rappað á íslenskri tungu.

„Þvílík auðlegð sem tengist þessu bandi – orðaforði, viðhorf, húmor og dýpt,“ segir Karen í færslunni. „Þetta er þjóðarauður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér

Hjartaknúsarinn Robert Redford þurfti að slá konurnar frá sér
Fókus
Í gær

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk

Michael Keaton harðlega gagnrýndur fyrir ummæli hans um Charlie Kirk
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“

Brjálaður yfir hegðun stúlkna á hvítri Teslu – „Skammist ykkar!“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna

Sjokkerandi launamunur aðalleikaranna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar