fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

O (Hringur) vinnur tvenn alþjóðleg verðlaun

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. mars 2025 15:38

Ingvar Sigurðsson í hlutverki sínu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina vann  O (Hringur) í leikstjórn Rúnars Rúnarsson tvenn alþjóðleg kvikmyndaverðlaun. 

Á kvikmyndahátíðinni í Vilníus í Litáen var myndin valin sú besta í flokki stuttra mynda.

 „Við höfum verið svo heppin að horfa á kvikmynd sem snerti okkur djúpt og skildi eftir tilfinningar hjá okkur í langan tíma á eftir. Við töldum þessa mynd vera afrek í notkun á klassísku kvikmyndatungumáli og hvernig það er notað til að kafa djúpt niður í hringiðu fíknarinnar,” segir í umsögn dómnefndar.

O (Hringur) hlaut jafnframt verðlaun kvikmyndagagnrýnenda í Québec í Kanada á REGARD, the Saguenay alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni.

O (Hringur) var frumsýnd  á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í haust og hefur verið á ferðalagi um heiminn síðan. Eru þetta sjöttu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar og er hún einnig komin í forval Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2025. Með aðalhlutverkið í O (Hringur) fer Ingvar E. Sigurðsson og er myndin framleidd af Heather Millard.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk

Segja að konungurinn hafi látið Harry lofa sér einu áður en fundi þeirra lauk
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann

Hulk Hogan átti eiginkonu og tvö börn en aðeins eitt þeirra fær að erfa hann
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost

Jóhannes Haukur segir aðeins útvalda geta rist nafn sitt í frost
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt

Fyrrverandi bryti bresku konungsfjölskyldunnar sviptir hulunni af fjölskyldudeilum og af hverju Harry á ekki afturkvæmt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum