fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 19. mars 2025 13:30

Berghain

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Téknóklúbburinn Berghain í Berlín er einn goðsagnakenndasti og umtalaðasti teknóklúbbur heims. Berghain er til húsa í gömlu orkuveri í námunda við lestarstöðina Ostbahnhof í Berlín. Klúbburinn byrjaði sem blætis- og hommaklúbbur í kringum aldamót.

DV fjallaði um staðinn árið 2017 í viðtalið við plötusnúðinn Ben Klock sem spilaði á Sónar tónlistarhátíðinni í Hörpu það ár.

Sjá einnig: Töfrar og fegurð teknótónlistarinnar

Helena Reynis listakona segir í viðtali í Tískutali á Vísi að fyrstu mistök sem margar konur gera séu að mæta sem of miklar skvísur í röðina.

„Það eru fyrstu mistökin, maður á að afskvísa sig. Besta vinkona mín vinnur á Berghain þannig að ég er með „the inside Það besta sem þú getur gert er að mæta helst ekki með förðun, í öllu svörtu og ef þú vera í einhverjum skvísufötum taka það bara í svona íþróttapoka. Ekki tala við neinn í röðinni, ekki segja stakt, vertu eins kúl og þú getur, drullusama um allt, ekki horfa í augun á neinum og helst mæta einn. Ef þið mætið tveir ekki fara saman í röðina.“ 

Að sögn heimildarmanns DV sem heimsótti klúbbinn fyrir nokkrum árum þá þolir dyravörðurinn Sven Marquardt víst ekki útlendinga. Það borgi sig að tala þýsku, að spjalla ekki of mikið eða hafa gaman í röðinni, gott er að vera með á hreinu hver er dj hvert kvöld og vera mættur til að hlusta fyrst og fremst á tónlistina sem spiluð er. 

Sven Marquardt

Sven sem er 62 ára hefur starfað á Berghein frá opnun staðarins árið 2004 og er yfirmaður öryggismála. Hann er ekki aðeins dyravörður heldur einnig ljósmyndari, gefur gefið út þrjár bækur, auk æviminninga sinna. Hann hefur einnig gert fatalínu með Hugo Boss.

Klúbburinn byrjaði sem blætis- og hommaklúbbur í kringum aldamót en er í dag orðinn að óumdeildri Mekka teknóáhugafólks um allan heim.

Í viðtali við GQ árið 2015 sagði Sven um staðinn: 

„Það er mikilvægt fyrir mig að við varðveitum eitthvað af þeirri arfleifð, að staðurinn sé enn kærkominn staður fyrir upprunalega tegund klúbbgesta. Ef við værum bara klúbbur fullur af fyrirsætum, fallegu svartklæddu fólki, væri gaman að horfa á það í hálftímma, en guð, það væri leiðinlegt. Það myndi líka vera minna umburðarlyndi.“

„Hvernig á að komast inn á Berghain“ er vinsælt umfjöllunarefni á netinu og margar vefsíður sem velta því upp hvernig eigi að komast inn á staðinn. Sven segir: 

„Fyrst skal ég segja að ég les ekki svona efni. Sjálfur byrjaði ég aðeins að nota internetið fyrir þremur árum. Fram að því þurfti fólk að senda mér fax.“

Reynt er að hafa jafnvægi á milli gesta staðarins hvað klæðaburð og annað varðar. 

Röðin fyrir framan Berghain

Heimildamaður DV segir að best sæe að fara í röðina að degi til þegar röðin er stutt, til dæmis í hádeginu á sunnudegi. 

Staðurinn opnar kl. 22 á föstudagskvöldi og lokar kl. 6 á mánudagsmorgni og gestir sem eru svo heppnir að komast inn fyrir dyrnar geta verið þar inni frá opnun til lokunar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Í gær

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“

Egill búinn að fá nóg af því að vera flokkaður í staðalímynd – „Ótrúlega þreyttur málflutningur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki