fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Þorsteinn gagnrýnir „kósífemínista“ –„Á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins“

Fókus
Miðvikudaginn 5. mars 2025 12:36

Þorsteinn V. Einarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur gagnrýnir svokallaða „kósífemínista“ og segir þá jafnvel vera verri en helstu varðhundar feðraveldisins.

Þorsteinn fer yfir málið á miðli Karlmennskunnar, en hann hefur haldið úti síðunni um árabil og var með samnefnt hlaðvarp.

Hvað er kósífemínisti?

„Kósífemínisti er einstaklingur sem opinberlega segist vera femínisti og styðja baráttu þolenda og þeirra sem berjast fyrir tilverurétti sínum. Kósífemínisti styður hins vegar femínísk baráttumál bara á yfirborðinu og aðeins ef það hefur jákvæð áhrif fyrir hann sjálfan,“ skrifar Þorsteinn og heldur áfram.

„Kósífemínisti skilur illa valdatengsl, sögu og samhengi misréttis og notast við þröngt sjálfsmiðað sjónarhorn á samfélagslegar áskoranir.

Kósífemínisti er á lymskulegan hátt verri en helstu varðhundar feðraveldisins vegna þess að hann grefur undan femínistum – innan frá. Hann aðgreinir sig frá „óþægilegu“ femínistunum og er „skynsamari“. Skynsemin felst þó aðallega í því að taka stöðu gegn femínistum og helstu baráttumálum og þar með er hann hluti af andspyrnunni.“

Hann fer nánar út í málið í færslunni á Instagram. Prófaðu að smella hér eða endurhlaða síðuna ef þú sérð hana ekki.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by karlmennskan (@karlmennskan)

Þorsteinn segir að kósífemínisti sé týpan sem:

  • „Tekur almennt afstöðu með femínistum og baráttufólki þangað til afstaða þeirra verður umdeild.
  • Hefur aldrei frumkvæði að því að benda á birtingarmyndir misréttis ef mögulegar óvinsældir eru í húfi.
  • Tekur sér stöðu utan ágreinings og leikur skilningsríkan málamiðlara til að afla sér ekki óvinsælda.
  • Tekur gagnrýnislaust undir orðræðu karlrembna um bergmálshella, pólaríseringu og öfgar.
  • Býr við öll helstu forréttindi og tekur aldrei áhættu sem gæti orðið til þess að hann missi þau.
  • Beitir sér einungis þegar hann veit að afskipti hans afla honum vinsælda.
  • Nýtur almennt góðs af femínískri afstöðu sinni og viðheldur þeirri ímynd án nokkurra átaka.
  • Gerir ekkert gagn en grefur undan fólki sem dirfist að vera óþægilegt og varpa ljósi á misrétti.
  • Velur alltaf þægilegustu afstöðuna fyrir sjálfan sig og útsetur sig aldrei fyrir gagnrýni.
  • Aðgreinir sig frá öðrum femínistum sem þykja „of öfgafullir og róttækir“.
  • Upplifir sig fórnfúsan riddara réttlætis og telur konur skulda sér þakklæti.
  • Leggur ekki neitt til baráttunnar en nýtur persónulegs ávinnings og jákvæðrar ímyndar vegna „femínískrar“ afstöðu sinnar.
  • Heldur að hann geri gagn þegar raunin er þveröfug.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu

Hvernig vændi, bjór, nærbuxur, hárlitur og fleira geta bent til væntanlegrar kreppu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 

Fiskikóngurinn deilir gleðitíðindum – „Loksins“ 
Fókus
Fyrir 5 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik