fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Ástæða þess að Dolly Parton eignaðist aldrei börn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 4. mars 2025 21:30

Dolly Parton og Carl Dean

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Carl Dean, eiginmaður kántrítónlistarkonunnar ástsælu Dolly Parton, lést í gær.

„Carl Dean, eiginmaður Dolly Parton, lést 3. mars í Nashville, 82 ára að aldri. Hann verður lagður til hinstu hvílu við einkaathöfn þar sem nánusta fjölskylda mun mæta. Hann lætur eftir sig systkini sín Söndru og Donnie. Ég og Carl eyddum mörgum yndislegum árum saman. Orð geta ekki skilgreint ástina sem við deildum í yfir 60 ár. Þakka ykkur fyrir kveðjurnar og samhuginn. Fjölskyldan biður um næði á þessum erfiða tíma,“ sagði í færslu á samfélagsmiðlum Parton.

Dolly er 79 ára og voru þau Dean gift í 58 ár, en þau giftu sig 30. maí 1966 í Ringgold í Georgíu, þá 20 og 25 ára að aldri. Auk prestsins var aðeins móðir Dolly viðstödd. Dolly og Dean kynntust tveimur árum áður daginn sem Dolly þá 18 ára gömul kom til Nashville í Tennessee til að láta drauminn um að verða kántrísöngkona rætast. 

Dolly sagði frá því að henni hefði legið svo á að fara að hún mætti aðeins með óhrein föt til Nashville. Hún fór því í þvottahúsið Wishy Washy að þvo þvott.

„Eftir að ég hafði sett fötin mín í vélina byrjaði ég að labba niður götuna, bara að horfa á nýja bæinn sem ég var flutt í, og þessi gaur kallaði á mig og ég veifaði. Þar sem ég var úr sveit talaði ég við alla. Og hann kom yfir til mín, og jæja, þetta var Carl, maðurinn minn.“

Hjónin voru eins ólík og hægt var, að minnsta kosti í útliti og yfirbragði, og hafa mögulega sannað að andstæður laðast að hvor annarri. Dolly hefur staðið í sviðsljósinu í sex áratugi og vakið athygli fyrir hárkollur sínar, förðun og áberandi klæðaburð (auk tónlistarinnar). Á meðan hélt Dean sig fjarri sviðsljósinu og aðeins örfáar myndir eru til af hjónunum saman sem teknar hafa verið opinberlega. 

Dolly er fjórða barnið í 12 systkinahópi. Hún og Dean eignuðust aldrei börn og hefur Dolly greint frá því að það hafi verið þeirra ákvörðun. Hjónin hjálpuðu þó til við uppeldi nokkurra yngri systkina hennar, og fengu þannig titilinn frændi Peepaw (e. Uncle Peepaw) og Amma Granny (e. Aunt Granny) frá börnum systkina Dolly. Dolly er einnig guðmóðir söngkonunnar Miley Cyrus.

„Ég eignaðist ekki börn vegna þess að ég trúði því að Guð ætlaði mér ekki að eignast börn svo öll börn gætu orðið mín börn. Svo ég gæti framkvæmt hluti eins eins og Imagination Library því ef ég hefði ekki haft frelsi til að vinna, þá hefði ég ekki gert allt sem ég hef gert,“ Ég væri ekki í aðstöðu til að gera allt sem ég er að gera núna,“ sagði Dolly.

„Þar sem ég átti engin börn, og maðurinn minn var frekar sjálfstæður, hafði ég frelsi. Þannig að ég held að stór hluti af allri velgengni minni sé sú staðreynd að ég var frjáls til að vinna.“

Imagination Library hefur verið starfrækt í 30 ár og var stofnað il að senda börnum ókeypis bækur þar til þau byrja í skóla. „Ég hef fært fórnir, en ég held, eins og ég sagði, að ég trúi því sem ég veit að ég á að gera,“ sagði hún um tilgang sinn. 

Árið 2011 sagði Dolly um hjónaband þeirra Dean: „Við erum afar stolt af hjónabandi okkar. Það er það fyrsta hjá okkur báðum. Og það síðasta.“  Árið 2016 fögnuðu þau 50 ára hjónabandi með því að endurnýja heiti sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar

FKA konur í laxveiði – kraftur, gleði og maríulaxar
Fókus
Í gær

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina

Ásdís Rán og Þórður Daníel í sitthvora áttina
Fókus
Í gær

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“

„Mig langar að skora á Kastljósið að bjóða mér og Ölmu Möller að ræða málin“
Fókus
Í gær

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag

Manst þú eftir drengnum í Tortímandanum? Svona lítur hann út í dag
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum

Unn­steinn Manuel og Ágústa selja í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“