fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

„Við stálum auðvitað ekki laginu“ 

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 17. febrúar 2025 15:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Benjamín Snær Höskuldsson, úr sveitinni Séra Bjössi, vakti athygli á TikTok um helgina þegar hann bar saman lagðið Þrá sem Tinna Óðinsdóttir flutti í Söngvakeppninni um helgina, og kántrílagið Austin með Döshu sem kom út í fyrra. Benjamín taldi lögin sláandi lík, jafnvel svo lík að lagið Þrá hlyti að vera stolið.

Hann prófaði að blanda lögunum saman og bað fylgjendur sína að dæma fyrir sig.

Sjá einnig: Segir lag Tinnu vera alveg eins og bandarískur slagari og gerði tilraun til að sýna það – „Mér finnst þetta vera stolið“

Tinna hefur nú svarað fyrir lag sitt og segir af og frá að það sé stolið.

„Við stálum auðvitað ekki laginu og værum ekki að keppa í Söngvakeppninni ef svo væri. Laglínan er allt önnur en í Austin-laginu. Það að fólk fái svipuð hughrif við að heyra þessi lög er skiljanlegt en líka mikill heiður því þetta eru tvö frábær lög. En svo er líka til fólk sem heyrir bæði lögin og finnst þau ekki lík.“

Tinna samdi lagið ásamt breska lagahöfundinum Rob Price sem áður hefur samið fyrir Söngvakeppnina. Hann segir að líkindi laganna tveggja séu þau að bæði eru nútímaleg kántrílög. Hins vegar séu laglínurnar gerólíkar.

Tinna tekur fram að teymi hennar láti þessa umræðu ekkert stoppa gleðina og lofar miklu stuði á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar næsta laugardag.

„Við munum ekki láta þessa umræðu stoppa okkur í gleðinni og lofum að stíga á svið með frábært atriði og lag næsta laugardag!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
Fókus
Fyrir 5 dögum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm