fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

„Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur“

Fókus
Föstudaginn 14. febrúar 2025 13:13

Bára Katrín og Steinunn Ása.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinunn Ása Þorvaldsdóttir, eða Stása fékk hún þá hugmynd í fyrra að senda inn lag í Söngvakeppnina til að hvetja konur með fötlun til að rísa upp og standa saman.

„Um 70 prósent fatlaðra kvenna verða fyrir ofbeldi,“ segir Steinunn Ása og bætir við: „Og ég hugsaði hvernig getum við bjargað þeim, hvernig er hægt að hugga þær og segja þeim að þær eru ekki einar í þessu.“

 Sú hugmynd kviknaði þá hjá henni að senda inn lag í söngvakeppni RÚV.

„Við þurfum að vanda okkur betur og gera miklu betur en við höfum gert í þessum málefnum,“ sagði Stása.

Stása hafði samband við Valgeir Magnússon og Heiðar Örn Kristjánsson, laga- og textahöfunda sem voru til í að taka þátt í verkefninu. Textinn spratt svo upp úr löngu trúnaðarsamtali við Láru Ómarsdóttur og til varð lagið Rísum upp.

„Þetta er fallegur boðskapur þótt tónninn undir niðri sé mjög djúpur og alvarlegur og það er alltaf hægt að finna sjálfstyrkinguna í honum,“ segir Stása en rætt var við hana á Bylgjunni í vikunni.

Stása, sem er hve þekktust fyrir að vera hluti af teymi sjónvarpsþáttanna Með okkar augum er ánægð með hvernig til tókst. Flytjandi lagsins er Bára Katrín en fyrst stóð til að Stása myndi sjálf flytja lagið.

„Ég átti að vera alveg í frontinum en ég fann það á mér að það væri of mikil fórn fyrir mig og ég væri ekki alveg tilbúin í þetta. Þetta yrði svo stærra svo ég vildi bara fá einhvern annan fyrir mig og ég er ofsalega sátt með þetta,“ segir hún.

Hægt er að hlusta á lagið hér en lagið er eitt þeirra fimm sem keppa á laugardag um sæti í lokakeppni söngvakeppninnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki