fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Kim Kardashian sögð verulega ósátt eftir skandalinn á Grammy-hátíðinni

Fókus
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 13:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er sögð verulega ósátt með uppátæki síns fyrrverandi, Kanye West, og eiginkonu hans, Biöncu Cencori, á Grammy-verðlaunahátíðinni á sunnudagskvöld.

Eins og kunnugt er mætti Bianca nánast nakin á hátíðina; hún var í mjög þunnum gegnsæjum kjól sem sýndi gjörsamlega allt og var hvorki ég nærbuxum né brjóstahaldara.

Kim Kardashian og Kanye West voru gift í tæpan áratug, en þau skildu árið 2021.

Sjá einnig: Varalesari afhjúpar hvað Kanye sagði við hana rétt áður en hún afklæddist – „Hún lítur út fyrir að vera skelfingu lostin“

The Sun í Bandaríkjunum hefur eftir heimildarmönnum sínum að Kim sé „varðbergi og full viðbjóðs“ vegna uppátækis þeirra hjóna á hátíðinni. Er hún til dæmis sögð hafa áhyggjur af börnum þeirra fjórum og hvaða áhrif þetta mál – og fleiri til – munu hafa á þau.

„Það sem gerir hana sérstaklega reiða er hvernig hann stóð þarna og virtist skipa Biöncu að gera niðurlægjandi hlut,” segir heimildarmaðurinn.

Þegar hjónin mættu á rauða dregilinn var Bianca fyrst klædd í svartan pels. Þau skiptust síðan á orðum og fjarlægði Bianca síðan kápuna. Varalesarinn Nicola Hickling var meðal annars fengin til að rýna í orðaskiptin og sagði hún að Kanye hafi sagt eiginkonu sinni að fara úr kápunni og sýna sig.

Heimildarmaður The Sun ítrekar að Kim hafi áhyggjur af börnum þeirra fjórum og hvaða fordæmi faðir hans sé að setja. „North dýrkar pabba sinn og hvað á Kim að segja við hana? Og varðandi Saint þá hefur Kim áhyggjur af því hvað vinir hans og jafnaldrar segja.”

North er ellefu ára gömul, fædd árið 2013, og Saint er tveimur árum yngri, fæddur árið 2015.

Mynd/Getty Images
Mynd/Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EM: Noregur vann Sviss
Fókus
Í gær

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi

Ástarleikur: Eiður Smári og Halla Vilhjálms saman í golfi
Fókus
Í gær

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“

Haukur varð vitni að spauglegu atviki – „Hvað sagði konan aftur að ég notaði í skóstærð?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka

Skemmtiferðasigling frá helvíti – 4200 manns um borð og klósettin hættu að virka
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið

Sigga segist geta kveikt á ónýtri ljósaperu með því að leggja hana á ennið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís