fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?

Fókus
Föstudaginn 6. september 2024 13:39

Mynd/Freepik (Racool_studio)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fullorðin kona leitar ráða hjá sambandsráðgjafanum Sally Land sem heldur úti vinsæla dálknum Dear Deidre á The Sun. Hún stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun.

„Eftir að hafa lifað tvöföldu lífi undanfarin sjö ár get ég ekki ákveðið með hverjum ég á að verja gullnu árunum, eiginmanni mínum eða unga elskhuganum,“ segir konan í bréfi sínu.

Konan er 62 ára og eiginmaður hennar er 65 ára. Þau hafa verið gift í 35 ár og eiga þrjár uppkomnar dætur saman.

„Ég og eiginmaður minn eigum gott líf saman, en ef ég á að vera alveg hreinskilin þá er mér farið að leiðast þetta líf.

Og ég viðurkenni það fúslega að upphaflega snerist samband mitt og yngri elskhugans um kynlíf, en síðan urðum við nánari. Mér líður eins og hann skilji mig og ég ber sterkar tilfinningar til hans.“

Elskhuginn er 56 ára og er samstarfsfélagi hennar.

„Hann veitir mér svo mikla athygli og heldur mér unglegri.

Ég og eiginmaður minn vorum vön að skemmta okkur vel saman. Við fórum á töfrandi stefnumót og upplifðum allskonar ævintýri á ferðalögum saman. Við vorum síhlæjandi. En nú eru allir dagar eins og ég man ekki einu sinni hvenær við stunduðum síðast kynlíf.

Þannig þegar ungur aðlaðandi karlmaður byrjaði að veita mér athygli í vinnunni þá gaf ég eftir. Hann var klár, myndarlegur og svo ótrúlega hrifinn af mér. Ég var nokkra mánuði að ákveða mig en gafst að lokum upp og gaf honum símanúmerið mitt.

Eftir það var ekki aftur snúið, við getum ekki látið hvort annað vera.“

En konan getur ekki ákveðið sig. „Ég get ekki ímyndað mér lífið án hans, en það styttist óðum í að ég fari á eftirlaun og ég veit að þá verður ómögulegt fyrir okkur að fara leynt með ástarsamband okkar. Ég elska eiginmann minn, ég vil ekki særa hann. En lífið með elskhuganum er draumi líkast. Er kominn tími til að ég taki skrefið?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er skiljanlegt að þú eigir erfitt með að taka ákvörðun […]

Þú hefur verið að skemmta þér með elskhuganum í stað þess að einbeita þér að vandamálunum í hjónabandinu og reyna að vinna í þeim, þú hefur ekki gefið eiginmanni þínum tækifæri.

Auðvitað er kynlíf með elskhuganum skemmtilegt og spennandi, en það þýðir ekki endilega að þið munið passa saman og eiga gott langtímasamband.

Áður en þú tekur ákvörðun þá skaltu hugsa vel og lengi hvort hjónabandið sé þess virði að reyna að bjarga því.  

Ég hef fengið svo mörg bréf frá lesendum sem fara frá makanum sínum og sjá svo eftir því.

Ef þú ákveður að láta á reyna með eiginmanninum þá er mikilvægt að þið farið til hjónabandsráðgjafa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Í gær

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101
Fókus
Í gær

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Í gær

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar