fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fókus

Tvær nýjar og mjög ólíkar styttur af Elísabetu II – „Þetta lítur meira út eins og Mrs. Doubtfire“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 15. september 2024 13:30

Stytturnar í Oakham (t.v) og Belfast (t.h.). Myndir/Getty/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær nýjar bronsstyttur af Elísabetu II drottningu hafa vakið mikið umtal. Á annarri lítur hún út eins og Disney prinsessa en á hinni eins og rússnesk babúshka. Corgi hundarnir eru með á báðum styttum hins vegar.

Ný stytta var afhjúpuð af Elísabetu II og Filippusi í Antrim kastalagarðinum, norðan við borgina Belfast í Norður Írlandi í síðustu viku eins og greint er frá á sjónvarpsstöðinni Sky News. Tveir Corgi hundar eru einnig með þeim en hjónin áttu 30 slíka hunda á langri lífsleið.

„Styttan sýnir hennar hátign í virðulegri stellingu, sem sýnir hversu staðföst hún var í ævilangri opinberri þjónustu,“ segir í færslu sveitarstjórnar Antrim og Newtonabbey. Listamaðurinn sem gerði stytturnar heitir Anto Brennan.

Ekki reyndust hins vegar allir sammála því og létu margir í sér heyra í athugasemdum.

„Þetta er óvirðing við minningu hennar hátignar, þetta lítur ekkert út eins og hún,“ sagði einn netverji. Annar hvatti sveitarstjórnina til þess að taka þennan „ófögnuð“ niður.

„Þetta lítur meira út eins og Mrs. Doubtfire,“ sagði enn einn og vísaði í hina vinsælu gamanmynd þar sem Robin Williams klæddist í búningi barnfóstru.

Þrátt fyrir þessar og margar fleiri neikvæðar athugasemdir sagði forsvarsmaður sveitarstjórnarinnar að styttan hefði fengið mjög góðar viðtökur.

Í vor var önnur stytta af Elísabetu II afhjúpuð, í bænum Oakham í Miðlöndunum í Englandi. Er um að ræða mun stærri styttu, aðeins af drottningunni og Corgi hundunum hennar. Sú stytta er einnig á stórum stalli og langtum virðulegri en styttan í Belfast.

Má þó segja að sú stytta sé eiginlega of ævintýraleg. Að drottningin líti frekar út eins og prinsessa úr ævintýri en alvöru manneskja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fókus
Í gær

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Í gær

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu

Staðfestir að hún mun túlka Madonnu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“

Lilja Katrín orðlaus með viðtökur sólarhrings bakstursmaraþons – „Hlýjan, kærleikurinn og góðmennskan verður ekki metin til fjár“