fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Jillian Michaels um af hverju hún hætti í The Biggest Loser – „Ég gat ekki hjálpað þessum krakka“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 11. september 2024 12:10

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir muna eftir Jullian Michaels sem stranga þjálfaranum í raunveruleikaþáttunum The Biggest Loser. Hún hætti árið 2014 eftir tíu ára þátttöku.

Þættirnir voru mjög vinsælir á sínum tíma og komu út sautján þáttaraðir í heildina.

Jillian Michaels opnaði sig um ákvörðun sína að hætta í þáttunum í spjallþættinum The Sage Steele Show.

„Það var keppandi, Austin, sem var aðeins átján ára þegar hann tók þátt ásamt pabba sínum. Hann var ekki einu sinni hjá mér í þjálfun en ég og Bob unnum oft með keppendum hvors annars,“ segir hún.

Austin Andrews.

Þyngdist eftir jólin

Það var gert hlé á tökum yfir hátíðarnar og fóru allir keppendur heim yfir jólin.

Þegar allir voru komnir aftur á tökustað var vigtað alla keppendur. Sumir höfðu misst nokkur kíló en Austin hafði bætt á sig nokkur kíló.

„Daginn eftir settist ég niður með honum og bað hann um að fara yfir allt fríið með mér, hvert einasta augnablik,“ sagði hún.

@sagesteeleshow She was a game changer during her 3 seasons as a trainer on ‘The Biggest Loser’ … making a huge difference in the lives of contestants and millions of viewers every week.  But the story behind WHY she left the show … is next level.   @Jillian Michaels New episode out NOW on YouTube & everywhere you stream your podcasts. Link in bio 🔗 #sagesteeleshow #jillianmichaels #biggestloser #fitness ♬ original sound – Sagesteeleshow

„Hann byrjar á því að bulla eitthvað: „Ég pakkaði snarlinu mínu. Og ég kláraði skrefin mín á flugvellinum.“ Og ég bara einmitt… haltu áfram. „Svo kem ég heim, hurðin opnast og allir eru þar.“ Og þar er mamma hans og hún byrjar að hágráta. Ekki gleðitár. Því hún var einnig í mikilli ofþyngd og við það að sjá mikið grennri son og eiginmann sinn leið henni eins og þeir væru að yfirgefa hana, að þeir myndu þroskast í aðra átt en hún. Hún varð þunglynd. Þannig hvað gerist? Hann fer á bremsuna varðandi þyngdartapið, hann byrjar að borða með mömmu sinni,“ sagði Jillian.

„Hvað gefur maturinn honum? Tilfinningatengsl við móður hans! Þetta er grunntilfinning sem er svo sterkt í okkur, óttinn við höfnun, fyrir hann var það tilfinningin eftir að hafa misst yfir 45 kíló!“

Enginn í framleiðsluteyminu hæfur

„Þetta eru vandamálin sem liggja djúpt og það var enginn í þættinum hæfur til að hjálpa fólki að vinna úr þessu. Ég skil þetta, því ég glímdi sjálf við ofþyngd á mínum yngri árum og líka því mamma er PsyD sálfræðingur, þannig hún getur útskýrt þetta fyrir mér. Ég skil þetta, en ég er ekki sálfræðingur, ég gat ekki hjálpað þessum krakka,“ sagði hún.

„Það er það sem var að þessum þætti,“ sagði hún.

Social media erupt over 'Biggest Loser' winner

Hún sagði einnig að þátttakendur voru að missa allt of mikið á allt of stuttum tíma og af bandvitlausum ástæðum.

Jillian Michaels rifjar upp þegar þyngdartap keppandans Rachel Frederickson vakti mikinn óhug.

Hún segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?