fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Patrik biðst afsökunar – „Ég var eini fávitinn í þessu samtali“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. ágúst 2024 12:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Patrik Snær Atlason, sem ber listamannsnafnið Prettyboitjokko, var að senda frá sér yfirlýsingu rétt í þessu og biður þolendur afsökunar.

Fyrir viku síðan fór allt í háaloft þegar Patrik lét nauðgunarbrandara falla í beinni útsendingu í útvarpsþættinum Veislan á FM957. Hann spurði hlustanda hvort hann ætlaði að „mæta með botnlaust tjald“ á Þjóðhátíð í Eyjum. Samkvæmt gömlum umræðum á netinu þýðir að það að taka með sér botnlaust tjald, að varpa tjaldi yfir áfengisdauða manneskju og brjóta gegn henni. Margir vildu þá meina að Patrik væri í raun að spyrja hlustandann: „Ætlarðu að nauðga einhverjum á þjóðhátíð?“

Sjá einnig: Sótt að Patrik eftir meintan nauðgunarbrandara á FM957 – „Ummælin dæma sig sjálf, þau eru ógeðsleg“

Patrik var harðlega gagnrýndur og var þátturinn í kjölfarið tekinn af dagskrá FM957. Patrik var umsjónarmaður þáttarins ásamt útvarpsmanninum Gústa B.

Sjá einnig: Fagna endalokum Veislunnar – „Neiii sko, eru afleiðingar af slæmri hegðun – hverjum hefði dottið það í hug“

Patrik birti yfirlýsingu á Facebook í hádeginu.

„Ég vil biðja alla afsökunar ruglinu í mér með botnlausa tjaldið á FM957 og ekki síst þolendur nauðgana sem eiga ekki skilið að talað sé með þessum hætti um svo alvarlegan hlut.

Einnig vil ég biðja Gústa vin minn afsökunar á því að hann hafi lent í vandræðum yfir þessum lélega brandara mínum sem ég á einn sök á.

Þetta var algjörlega misheppnað grín hjá mér þar sem ég var að reyna að segja að viðkomandi væri fáviti með því að líkja honum við þá sem fara með botnlaust tjald til Vestmannaeyja.

En grínið var ömurlegt og í ljós kom að ég var eini fávitinn í þessu samtali.

Ég vil að það komi skýrt fram að ég fordæmi allt kynferðisofbeldi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Í gær

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“

Eiginmaðurinn hélt framhjá með dóttur nágrannans – „Ætti ég að gefa honum annað tækifæri?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni