fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fókus

Jóhann var í öndunarvél í nærri níu sólarhringa – „Á tímabili var mér varla hugað líf“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 4. ágúst 2024 09:00

Mynd: Ágúst Atlason/VIRK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þann 23. mars 2020 helltust yfir mig slæm veikindi. Ég var heima fyrstu eina og hálfu vikuna en svo varð ég svo veikur að ég var fluttur með sjúkraflugi fyrst til Akureyrar og svo til Reykjavíkur. Veðrið var svo vont að það var ekki hægt að lenda í Reykjavík fyrr en eftir tvo sólarhringa. Ég var svæfður á Ísafirði fyrir ferðalagið og settur í öndunarvél á Akureyri.

Ég man ekkert eftir þessu, vissi ekki af mér, mundi bara eftir mér á Ísafirði og svo þegar ég var vaknaður á Landspítalanum í Reykjavík. Ég var í öndunarvél í átta og hálfan sólarhring. Ég var rosalega mikið veikur og á tímabili var mér varla hugað líf,“ segir Jóhann Áskell Gunnarsson sundlaugarvörður í Bolungarvík. 

Jóhann Áskell segir sögu sína í viðtali við Guðrúnu Atladóttur í nýjasta tölublaði VIRK. Jóhann Áskell smitaðist af COVID í fyrstu bylgju kórónuveirunnar, hann hefur glímt við afleiðingar veikindanna síðan.

„Fyrstu nóttina bjuggust aðstandendur mínir alveg eins við símhringingu þar sem tilkynnt yrði um lát mitt en það hafðist að halda mér á lífi. En tvísýnt var það, einkum fyrstu nóttina eftir að ég kom suður. Ég veit ekki hvar ég smitaðist, það var hópsmit fyrir vestan og ég hef smitast af einhverjum í þeim stóra hópi.“

Óvinnufær í tvö ár

Eftir fimm vikna dvöl á spítala fór hann síðan í tíu daga endurhæfingu á Reykjalundi. Í byrjun árs 2021 fór hann aftur á Reykjalund í sex vikur og í kjölfarið sendi heimilislæknirinn hans beiðni til VIRK, þar sem Jóhann Áskell komst að um vorið 2021. Jóhann Áskell var óvinnufær í tvö ár, hann var að vinna hjá mjólkurfélaginu Örnu þegar hann veiktist og gat ekki snúið aftur til þeirra starfa, þar sem hann þolir ekki kuldann sem nauðsynlegur er í því vinnuumhverfi.

„Þessi veikindi tóku gríðarlega á andlega sem líkamlega og ekki síður á fjölskyldu mína sem á tímabili beið milli vonar og ótta um hvernig þetta færi. Ég á konu og fimm börn. Áhyggjurnar hjá mér komu ekki fyrr en eftir á. Ég gerði mér í fyrstu ekki almennilega grein fyrir hve veikindi mín voru mikil. Svo á ég eitt barnabarn sem fæddist í nóvember 2020 og annað á leiðinni. Ég fékk að vita þegar ég vaknaði upp á Landspítalanum að ég væri að verða afi, það lífgaði mikið upp á tilveruna á þessum erfiða tíma.“

Gat fengið alla þjónustu í heimabyggð

Jóhann gat fengið alla þjónustu VIRK fyrir vestan og þurfti ekkert að sækja suður, sem hann segir hafa verið afskaplega gott, þannig gat hann verið hjá fjölskyldunni. 

„Það er ekki annað hægt en dásama það sem gert var fyrir mig þar. Það var allt gert fyrir mig sem mögulegt var. Bæði var haldið utan um starfsendurhæfinguna og alla pappírsvinnu sem henni fylgdi – hún var mikil. Þjónusta VIRK skipti mig höfuðmáli, að geta hitt fólk og fengið andlega og líkamlega aðstoð. Reykjalundur var einnig mjög mikilvægur, auk endurhæfingarinnar hitti maður þar fólk sem svipað var ástatt fyrir og gat þá rætt um sameiginlega glímu við afleiðingar af slæmum kovidveikindum. Bæði þar og hjá VIRK eignaðist maður góða vini sem ég hef samband við enn í dag. Úrræðin sem komu mér best voru gönguferðir úti og námskeiðin sem ég sótti á vegum VIRK. Einnig vinna sem ég stundaði sem úrræði hjá VIRK, til dæmis í gróðurhúsi. Sálfræðiþjónustan reyndist mér líka vel,“ segir Jóhann Áskell.

„Ég er fimmtíu og níu ára núna en óneitanlega gæti heilsan verið betri. Ég var ágætlega á mig kominn fyrir veikindin og það er satt að segja mesta furða hvað ég er. Ég er viðkvæmur og þreklítill en andlega heilsan er bara nokkuð góð. Reynsla mín af VIRK er frábær. Það var meiriháttar að komast þar inn. Hjá VIRK starfar fagfólk sem reyndist mér mjög vel.“

Viðtalið má lesa í heild sinni í tölublaði VIRK.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ferðamaður á Íslandi furðar sig á þessu

Ferðamaður á Íslandi furðar sig á þessu
Fókus
Í gær

Umdeild samfélagsmiðlastjarna kom öllum í opna skjöldu – Missti yfir hundrað kíló án þess að nokkur vissi af því

Umdeild samfélagsmiðlastjarna kom öllum í opna skjöldu – Missti yfir hundrað kíló án þess að nokkur vissi af því
Fókus
Í gær

„Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag“

„Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Robbie Williams og Ayda deila sorgarfréttum

Robbie Williams og Ayda deila sorgarfréttum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi gekk í gegnum annað sorgarferli eftir skilnaðinn þegar nákominn vinur reyndist ekki vinur í raun – „Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“

Simmi gekk í gegnum annað sorgarferli eftir skilnaðinn þegar nákominn vinur reyndist ekki vinur í raun – „Vináttan sem þú hélst að væri harðari en grjót reyndist byggð á sandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Útlit Katie Price eftir umdeildu andlitslyftinguna veldur áhyggjum – „Hvar eru eyrnasneplarnir hennar?“

Útlit Katie Price eftir umdeildu andlitslyftinguna veldur áhyggjum – „Hvar eru eyrnasneplarnir hennar?“