fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
Fókus

Þekkir þú brúðhjónin á þessum myndum? – Ljósmyndara leitað

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 11:30

Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur ferðamaður, Mary Les, sem er á ferðalagi um Ísland leitar nú að ljósmyndara sem týndi SD kortinu sínu á Sólheimasandi.

,,Týnt SD kort fannst! Það hlýtur að vera í eigu atvinnuljósmyndara, þar sem það inniheldur yfir 6.000 eftirminnilegar myndir sem teknar voru frá 14.- 16. júlí 2024. Maðurinn minn fann kortið við flugvélaflakið á Sólheimasandi þann 18. júlí. Vinsamlegast hjálpaðu mér að sameina þessar sérstöku andlitsmyndir og trúlofunarmyndir frá Íslandi með réttum eigendum þeirra.“ 

Í samtali við DV segir Mary að enginn hafi haft samband við hana ennþá vegna kortsins og færslu hennar sem þegar er búið að dreifa í nokkra meðlimamarga Facebook-hópa. ,,Ég vil bara að kortið komist til skila, þetta eru hráar myndir af sérstökum augnablikum brúðhjónanna. Myndir teknar af trúlofun og fyrir brúðkaupið.“ 

Mynd: Facebook

Búið er að deila færslu hennar víða, meðal annars í Facebook-hópana Hið raunverulega Bakland Ferðaþjónustunnar, Góða systir, og Best Iceland Tips & Travel.

Í athugasemdum segist Les aðspurð vera búin að reyna að gúggla myndirnar án árangurs. Eigandi kortsins er endilega beðinn um að setja sig í samband við Mary.

Uppfært kl. 12.02:
Blaðamanni barst tölvupóstur kl. 11.49 þar sem segir á ensku:

,,Hæ, greinin var send til mín! Við fundum eigandann (vinur minn) !! 🙂 Þetta er svo flott og svo gott að þú birtir það til að finna rétta eigandann. Þakka þér kærlega!! Önnur ástæða til að elska Ísland og fólkið þar enn meira 🙂 Takk og bestu kveðjur“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs