fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

RÁN gefur út Gleðivímu – Lag Hinsegin daga 2024

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Margrét Rán gefur út sitt fyrsta lag undir listamannsnafninu RÁN næstkomandi föstudag. Lagið sem heitir Gleðivíma er lag Hinsegin daga 2024, og með RÁN í laginu syngur poppkonungurinn Páll Óskar. 

,,Lagið er með fallegan boðskap og bullandi stemningu sem tekur mann beint niðrí miðbæ Reykjavíkur í Pride gleðina!

Margrét Rán
Mynd: Elísabet Blöndal

Af hverju RÁN? 

,,Ég heiti Margrét Rán og dóttir mín heitir Enea Rán svo mér fannst það spennandi valkostur og nafnið táknar auk þess alda og sjávargyðja sem mér finnst frekar sjarmerandi. En það er yndislegt að fá að vera í Vök og GusGus og þar er nóg framundan en ég þarf að fá að fullnægja sköpunargleðinni í mér. Ég hlakka mikið til að sjá hvert RÁN tekur mig, þetta er verkefni sem ég ætla ekki að taka of alvarlega og ekki ofhugsa. Mig langar bara að gefa út fjölbreytta tónlist og hafa engar takmarkanir þegar það kemur að tónlistarstefnu.“ 

Margrét Rán
Mynd: Elísabet Blöndal

3D myndin af RÁN er unnin af Jakobi Hermannssyni frá Strik studio og tekin af Elísabetu Blöndal. 

,,Myndin er unnin út frá styttunni af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli. Ég fór á mitt fyrsta Pride og þá endaði Pride gangan alltaf á Arnarhóli þess vegna fannst mér þetta brilliant hugmynd. Ég var alltaf að sjá fyrir mér mig í einhvers konar brynju með fánann en hvernig skyldi ég útfæra það? Svo ég fékk þetta hæfileikaríka teymi með í lið og útkoman er sturluð.

Lagið kemur eins og áður segir út á föstudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“