fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Börnin gátu ekki afborið að horfa upp á Paul Young gifta sig að nýju

Fókus
Sunnudaginn 21. júlí 2024 13:00

Laurna og Paul giftu sig á dögunum. Mynd/instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargoðsögnin Paul Young  gekk í það heilaga í gær með unnustu sinni, Lornu. Parið hefur verið saman í nokkur ár en sex ár eru liðin síðan að fyrri eiginkona Pauls, Stacey, lést eftir harða baráttu við heilakrabbamein.

Paul og Stacey áttu saman fjögur börn dæturnar Levi (36 ára) og Layla (29 ára) sem og synina Grady (27 ára) og Jude (12 ára). Það hefur vakið nokkra athygli að börn Pauls voru hvergi sjáanlega við athöfnina. Hefur breska pressan fullyrt að börnin séu enn svo harmi slegin yfir fráfalli móður sinnar að þau hafi ekki getað afborið að horfa upp á brúðkaup föður síns.

Í umfjöllun Daily Mail er sagt að börnin hafi fagnað með hjónunum á heimili þeirra síðar um kvöldið en það sé þó enn óstaðfest. Dætur Pauls, sem eru virkar á Instagram, hafi til að mynda ekki sett inn neina færslu um brúðkaup föður síns né fylgi þær nýju eiginkonunni, Lornu, á samfélagsmiðlinum.

Paul og Lorna geisluðu hins vegar af hamingju með ráðhaginn og birtu meðfylgjandi mynd af gleðideginum á Instagram-síðu tónlistarmannsins.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Paul Young (@paulyoungparlez)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“