fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fókus

Brúðhjón slógu í gegn með stólaleik og óvæntum hringabera

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 22. júní 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið Laine og Robert Parland stóðu við altarið þann 6. apríl síðastliðinn aðeins nokkrum mínútum frá því að játast hvort öðru þegar Laine stöðvaði athöfnina. Hún sneri sér að gestunum 115 sem sátu í kirkjunni og bað alla um að kíkja undir stólana.

Hjónin tilvonandi höfðu sett hringana sína undir einn stólinn og báðu þau þann sem sat í því sæti að vera hringaberinn sinn.

„Við vildum gera þetta með þessum hætti, sem skemmtileg og einstök leið til að fá gestina okkar til að taka þátt í athöfninni,“ segir Laine við People.

Segist hún hafa séð þessa hugmynd í myndbandi á TikTok aðeins tveimur vikum fyrir brúðkaupsdaginn og borið hugmyndina undir brúðkaupsskipuleggjanda þeirra, Sarah Christopher. „Hún brást strax við og sagði að við skyldum slá til,“ segir Laine.

Enginn hafði hugmynd um hvað til stóð nema þau þrjú. Þegar kom að því að gestirnir mættu til kirkju var ekkert vísað til sætis eða sæti merkt, þannig að þau höfðu enga hugmynd um hver væntanlegur hringberi yrði. Það var vinur Roberts, Arnold John sem fann boxið með hringunum undir sínu sæti. „Hann var hissa, en allir gestirnir voru að tala um þetta og hversu skemmtileg hugmynd þetta hefði verið,“ segir Laine.

Myndbandi af atvikinu var póstað á TikTok og hefur það fengið um 1,4 milljón áhorfa. Rétt áður en kom að því að gestir leituðu undir sætunum deildi Robert staðsetningu hringana með ljósmyndaranum þannig að hann náði að stilla sér upp á réttum stað.

@contentbyjay This trend is SO FUN! The Bride hid the wedding rings under a random chair to have a random ring bearer. Hilarious! #weddingtrend #wedding #weddingtiktok #weddingtrends ♬ Sweet – Liqwyd

„Allir kíktu undir stólana sína, þar til hringarnir fundust. Það var svo gaman og spennandi að sjá viðbrögð allra þegar þessi ungi maður lyfti hringaboxinu upp. Allir fögnuðu og klöppuðu þegar hann rétti prestinum hringana,“ segir Jacy Harrelson sem sá um að festa athöfnina á filmu. „Ég hef unnið við mörg brúðkap og hef aldrei heyrt af þessari hugmynd áður, en ég mun deila henni með tilvonandi brúðum sem ég vinn með!“

Laine segist hæstánægð með hvernig til tókst og segist 100% myndu gera þetta aftur. „Ég held að fleiri pör ættu að bæta óhefðbundnum atriðum inn í brúðkaup sín til að skapa skemmtilega stund fyrir gesti sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 4 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“