fbpx
Sunnudagur 21.júlí 2024
Fókus

„Af hverju geta læknar ekki skrifað upp á hreyfingu fyrir sjúklinga?“

Fókus
Þriðjudaginn 18. júní 2024 21:30

Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Nýjasti gestur þeirra Arnórs og Gunnars í Alkastinu er Hafsteinn Ægir Geirsson. Hafsteinn hefur um margra árabil verið einn af fremstu hjólreiðaköppum Íslands þar sem ferilsskrá hans samanstendur af fjölmörgum Íslandmeistaratitlum í ólíkum greinum hjólreiða; götuhjólreiðum, fjallahjólum og malarhjólum (gravel) svo eitthvað sé nefnt.

Keppti fyrir hönd Íslands

Spjallið hófst samt á siglingum. Áður en Hafsteinn varð afreksmaður í hjólreiðum var hann nefnilega fremsti siglingakappi landsins og fór í tvígang fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikana í þeirri grein. Hann hefur sjómannsblóð í æðum og hefur aldrei fundið fyrir sjóveiki eða ótta við það að vera úti á sjó.

Aðsend mynd.

Þrátt fyrir að hafa ekki komið nálægt bátum í meira en áratug fékk Hafsteinn tækifæri til þess að rifja upp gömlu handbrögðin fyrir nokkrum árum. Þegar til kastanna kom leið honum eins og hann hefði engu gleymt; líkaminn einfaldlega geymdi þessa þekkingu og kallaði hana fram þegar til þurfti.

Þarna lumaði Gunnari líka á óvæntu útspili úr fortíðinni þegar hann viðurkenndi að hafa tekið skipsstjórnarréttindi og pungapróf á sínum tíma til þess að stýra seglbáti sem hann átti.

Seglbáturinn hvarf hins vegar við hálf dularfullar og fremur sorglegar kringumstæður. Hlustendur geta smellt á hlekkinn hér fyrir neðan til þess að fá smáatriðin á hreint.

„Af hverju geta læknar ekki skrifað upp á hreyfingu?“

Í tengslum við fæðubót og næringu velti Hafsteinn upp þeirri ágætu spurningu: „Af hverju geta læknar ekki skrifað upp á hreyfingu fyrir sjúklinga?“ Hann benti á að mikið af vandamálum og vanlíðan sem plaga nútímamanninn væri sjálfsagt hægt að uppræta með einfaldri líkamsrækt og hreyfingu.

Hins vegar virðist slagsíðan í dag vera lyfjaiðnaðinum í hag þar sem sjúkdómsvæðing og skyndilausnir sem hægt er að gleypa eiga mun frekar upp á pallborðið en göngutúr eða sundsprettur.

Að sjálfsögðu eru lyfjalausnir nauðsynlegar við ákveðnar aðstæður, en þegar 40% af þýðinu er orðið áskrifendur af lyfseðlum eru meiri lyf mögulega ekki rétta lausnin.

Lyfjamisferli í íþróttinni

Eitt af því sem hjólaíþróttin hefur fengið mikla athygli fyrir í gegnum tíðina eru lyfjamisferli. Sem iðkandi og keppandi hefur Hafsteinn fengið sinn skerf af lyfjaprófum, sem hann hefur staðist fullkomlega í hvert einasta skipti.

Hins vegar mætti velta því upp hvort karlmenn sem komnir eru í seinni hálfleik lífs síns og langar að auka lífsgæði sín með því að vera virkari í líkamsrækt og hreyfingu, en eru mögulega þjakaðir af bakverkjum, búðingshætti eða almennu getuleysi, ættu að geta farið til læknis og fengið uppáskrifað testósterón. Reynsla og rannsóknar sýna og sanna að inngjöf af testósterón getur haft gríðarlega jákvæð áhrif á lífsgæði miðaldra manna (samþykktu allir miðaldra karlmennirnir í stúdíói Þvottahússins…).

Hjólreiðar sem keppnisíþrótt er frekar ungt sport á Íslandi og má segja að Hafsteinn hafi veið með alveg frá upphafi. Hann deili með okkur skemmtilegu aðferðum sem beita má á fleygi ferð í hóp af fólki við kasta af sér vatni á ferð. Nákvæmar lýsingar á því má heyra í viðtalinu.

Ómögulegt að fá hann til að baktala

Hafsteinn hefur líka flakkað aðeins á milli hjólaframleiðanda og þrátt fyrir ítrekaðar og útúrsnúnar spurningar var ómögulegt að fá Hafstein til þess að tala illa um neinn. Undanfarin ár hefur hann verið TREK maður og í seinustu viku var hann svo lánsamur að fá í hendurnar dýrasta (og sumir segja flottasta) hjól landsins. Hafsteinn vann á tímabili hjá Lauf og þegar þeir ákváðu að gera innreið sína á götuhjóla markaðinn sá Hafsteinn sæng sína útbreidda og skipti alveg um gír; hann hoppaði yfir til Toyota.

Ef þú vilt vita meira og allar helstu tölurnar hjá einum besta hjólara Íslandssögunnar (VO2Max, max púls, FTP) þá er bara að smella á hlekkinn hér fyrir neðan eða hlusta á viðtalið í einhverri af þinni uppáhalds steymisveitu. Svo er um að gera að fylgja Þvottahúsinu á samfélagsmiðlum og fá skilaboð um leið og nýtt viðtal er gefið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum

KALEO gefur út lag um skotárásir í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára

Stórleikarinn hefur ekki notað algenga snyrtivöru í tugi ára
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“

Gifting Bam í Hafnarhúsinu dæmd ógild – „Nicole vissi að við værum ekki gift frá fyrsta degi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“

Eva Ruza tók áskorun – ,,Maður er alveg kominn með bakverk yfir þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“

Falska söngkonan biðst afsökunar á að hafa slátrað þjóðsöngnum – „Ég ætla ekkert að skafa utan af því, ég var full“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara

Simmi Vill með umdeilanlega fullyrðingu í morgun um íslenska hamborgara