fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Elizabeth Hurley afhjúpar leyndarmálið að unglegu útliti

Fókus
Mánudaginn 29. apríl 2024 15:29

Elizabeth Hurley. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Elizabeth Hurley, sem er hvað þekktust fyrir leik sinn í Austin Powers myndunum og Gossip Girl þáttunum, afhjúpar leyndarmálið á bak við unglegt útlit sitt.

Liz, sem verður 59 ára í sumar, slær reglulega í gegn á samfélagsmiðlum en hún er óhrædd við að birta djarfar myndir af sér á Instagram.

Sjá einnig: Svarar loksins fyrir þrálátan orðróm um að hún hafi tekið sveindóm Harry Bretaprins

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Elizabeth Hurley (@elizabethhurley1)

Hún fær oft hrós fyrir glæsilegt og unglegt útlit. Hún afhjúpar nú leyndarmálið á bak við það og það er alls ekki flókið.

„Ég er frekar einföld, ég drekk ekki skrýtna græna safa eða neitt svoleiðis,“ sagði hún við Telegraph.

Hún sagðist þurfa að passa hvað hún borðar og að hún skoði innihaldslýsingar á öllu sem hún borðar og hafi gert það síðan hún var unglingur.

Hurley sagðist forðast mat sem er búið að vinna of mikið, eins og tilbúnar samlokur, og hún velji frekar einfaldan mat. Eins og grillaðan kjúkling, kartöflumús og grænmeti.

Leikkonan fer ekki í ræktina. „En ég er mjög virk, ég er alltaf á ferðinni. Við erum með reglu heima að það má ekki horfa á sjónvarpið fyrir klukkan 18:00, þannig enginn er að hanga fyrir kvöldmat.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye

Nær óþekkjanleg á gömlum myndum – Mikið breyst eftir að hún kynntist Kanye
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“