fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Fókus
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 09:15

Skjáskot/Instagram/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Scott Disick ætlar að leita sér hjálpar en aðdáendur hafa haft miklar áhyggjur af honum undanfarið.

Disick, sem er þekktastur fyrir að hafa verið með raunveruleikastjörnunni Kourtney Kardashian, hefur grennst mikið undanfarið ár, svo mikið að aðdáendur hafa lýst yfir gífurlegum áhyggjum af honum.

Í síðasta mánuði fóru nýlegar myndir af honum í dreifingu um netheima og héldu margir að hann væri mjög veikur, en samkvæmt heimildum DailyMail hefur Disick verið á Ozempic um nokkurt skeið og léttist svona mikið á lyfinu.

Áður hefur verið fjallað um aukaverkun lyfsins, þegar einstaklingar grennast mjög hratt þá fá þeir svo kallað  „Ozempic andlit.“

Sjá einnig: Lýtalæknar græða á aukaverkun vinsæla megrunarlyfsins – Þetta er „Ozempic andlitið“

Image
Skjáskot/Twitter

Disick var sagður hafa byrjað á Ozempic því hann var örvæntingarfullur að grennast eftir að hafa þyngst eftir bílslys í ágúst 2022.

Samkvæmt nýrri frétt frá DailyMail hefur Disick leitað sér aðstoðar hjá næringarfræðingi til að koma sér á strik á ný.

„Scott áttaði sig á því að hann þyrfti að hætta á Ozempic eftir að hafa séð myndirnar af sér, og einnig vegna ákalls áhyggjufullra aðdáenda vegna rosalegs þyngdartaps hans,“ sagði heimildarmaðurinn.

„Honum fannst hann líta vel út því hann var grennri, en hann var ekki búinn að átta sig á því að þetta væri ekki heilbrigt. Hann er nú með næringarfræðing sem er að hjálpa honum að komast í heilbrigða þyngd, án þess að verða jafn þungur og hann varð áður.“

Að lokum sagði hann: „Scott hefur alla tíð verið mjög myndarlegur og í góðu formi og hefur þess vegna átt erfitt með að sætta sig við að hækkandi aldur sé að breyta því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Í gær

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi