fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Fókus

Hætti á Ozempic og er núna að kljást við hvimleitt vandamál

Fókus
Fimmtudaginn 7. mars 2024 09:27

Claudia Oshry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grínistinn Claudia Oshry hefur verið að glíma við óseðjandi hungur síðan hún hætti á Ozempic.

Lyfið er sykursýkislyf en nýtur gífurlegra vinsælda sem megrunarlyf.

Claudia missti um 32 kíló þegar hún var á lyfinu. „Ég hætti á því í nóvember í fyrra og er alltaf svo glorhungruð,“ sagði hún í myndbandi á TikTok.

@girlwithnojob Replying to @Lydia White ♬ original sound – Claudia Oshry

„Ég reyni að borða góðgæti í hollari kantinum, því ég er ennþá að reyna að léttast en vil gera það sjálf. Ég er alltaf að leita að einhverju sem mun gera mig sadda.“ Hún bað fylgjendur sína um hugmyndir að saðsömum máltíðum.

„Ég bara verð ekki södd, það er ómögulegt. Ég var að borða steik og ég er glorhungruð, þannig ég er að fá mér popp.“

Claudia byrjaði á Ozempic í september 2022 en opinberaði það ekki fyrr en í ágúst 2023.

Umdeilt lyf

Novo Nordisk framleiðir bæði Ozempic og Wegovy sem eru vinsæl þyngdarstjórnunarlyf. Tugir einstaklinga hafa höfðað málsókn gegn lyfjarisanum vegna alvarlegra aukaverkana og halda því fram að hann hafi ekki varað þá við hættum lyfsins.

Sjá einnig: Kæra framleiðanda Ozempic vegna aukaverkana – Mun aldrei hafa eðlilegar hægðir aftur

Meðal þeirra er Brea Hand, 23 ára, sem byrjaði að nota Ozempic í maí 2023 og nokkrum vikum seinna byrjaði hún að kljást við aukaverkanir eins og flökurleika, uppköst og hægðatregðu.

Hún leitaði sér aðstoðar fimm sinnum á sjúkrahúsi þar til hún fékk loksins hjálpina sem hún þurfti. Hún var loksins greind með meltingartruflanir og ketónblóðsýring af völdum sykursýki, sem getur verið lífshættulegt. Í síðustu spítalaheimsókninni var hún strax lögð inn. „Þau sögðu að að ef ég hefði beðið í einn dag í viðbót þá hefði ég ekki lifað þetta af,“ sagði Hand, sem lagði fram kæru gegn Novo Nordisk í lok desember í fyrra.

Sjá einnig: Lýtalæknar græða á aukaverkun vinsæla megrunarlyfsins – Þetta er „Ozempic andlitið“

Sjá einnig: Tók stærsta skammtinn af Ozempic í 7 mánuði og þetta gerðist 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau

Hafa áhyggjur af Kate Perry í örmum kvennabósans Justin Trudeau
Fókus
Fyrir 3 dögum

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“

Efasemdarraddirnar þagnaðar – The Naked Gun slær í gegn hjá bíógestum og gagnrýnendum – „Ein af fyndnustu myndum síðari tíma“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti

Sharon Osbourne og börnin vottuðu Ozzy virðingu sína með einstökum hætti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“

Lína Birgitta lét skvísurnar svitna á glæsilegri þakæfingu í New York – „Það var tekið vel á því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“

Vandræðaleg ljósmynd af breskri sjónvarpsstjörnu á Íslandi – „Ertu ólétt?“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar

Dauðadæmt ástarævintýri heldur netverjum í heljargreipum – Baldur kúrir hjá Auði en hans bíða ólýsanlegar þjáningar
Fókus
Fyrir 1 viku

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 1 viku

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já