fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Ívar Orri borðaði hráan kjúkling á lokadegi áskorunar um að borða bara óeldaðan mat í fjórar vikur

Fókus
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 13:30

Uppátæki Ívars Orra hefur vakið talsverða athygli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ívar Orri Ómars­son er á lokametrum fjögurra vikna áskorunnar sem hann borðaði eingöngu óeldaðan mat til að athuga hver áhrifin verða á líðan hans. Ívar greindist með sykursýki fyrir fimm árum og hefur síðan umbylt líferni sínu og leggur í dag mikið upp úr holl­ustu og heil­brigði. Þá er hann óhræddur við að prófa nýja hluti eins og umrædd áskorun er gott dæmi um en hann hefur leyft fylgjendum sínum á Instagram að fylgjast með tilraunum sínum.

Nýjasta uppátækið, á lokadegi áskorunarinnar, hefur vakið talsverða athygli en þá lagði Ívar Orri sér hráan kjúkling til munns eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

„Ég var búinn að lofa sjálfum mér því að borða ekki hráan kjúkling. En vegna fjölda áskoranna þá hef ég ákveðið að gefa þessu sjéns,“ segir Ívar Orri í myndbandinu og lætur svo til skarar skríða við hráan kjúklingavæng.

Fylgjendur hans súpa margir hverjir hveljur yfir uppátækinu og ljóst að meginþorrinn getur ekki hugsað sér slíkt til munns.

Hér má sjá myndbandið af Instagram síðu Ívars Orra:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ívar Orri Ómarsson (@ivaromarsson)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 5 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna

Ofurskutlan sem enginn veit hvort sé á föstu eða ekki er með skilaboð til einhleypra kvenna
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart

Hélt framhjá með tveimur yngri mönnum – Viðbrögð eiginmannsins komu á óvart