fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fókus

Svona er einfalt mataræði og morgunmatur Victoriu Beckham 

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. nóvember 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matarvenjur Victoria Beckham eru „auðveldar,“ segir vinkona hennar leikkonan Eva Longoria.

Í viðtali við DailyMail á fimmtudag sagði Longoria að hún og Beckham borði sama morgunmatinn.

„Við elskum báðar eggjahvítur og avókadó. … Hún gerir frábærar eggjahvítur og avókadó.“

Eva Longoria og Victoria Beckham

Longoria sagði að mataræði Beckham væri ekki „erfitt“. Í kvöldmat borði Beckham grillaðan fisk og grænmeti.

„Síðan ég hitti hana hefur hún mjög sjaldan borðað annað í kvöldmat,“ sagði eiginmaður Victoriu, David Beckham, í janúar 2022 í hlaðvarpsþættinum Ruthie´s Table 4 og sagði hann í gríni að Victoria hafi „borðað það sama síðastliðin 25 ár“.

„Eina skiptið sem hún hefur líklega nokkurn tíma fengið sér mat af disknum hjá mér var í raun þegar hún var ólétt af Harper,” sagði David og á þar við yngsta barn þeirra hjóna, dótturina Harper sem er þrettán ára. Þau eiga einnig synina Brooklyn, 25 ára, Romeo, 22 ára og Cruz, 19 ára.

Eftir að hafa kallað þá minningu „þá ótrúlegastu“ og „eina af hans uppáhaldskvöldum,“ bætti hann við að Victoria hefði ekki borðað af disknum hans síðan.

Hjónin Victoria og David Beckham

Í september 2019 lagði Victoria áherslu á mikilvægi daglegs avókadós í mataræði sínu á meðan hún spjallaði við The Telegraph. Sagðist hún borða þrjá til fjóra daglega til að viðhalda ljómandi húð sinni.

„Þegar ég borða vel sé ég muninn á húðinni. Augun mín eru hvítari og glitrandi og ég hef svo miklu meiri orku.“

Victoria opnaði sig um mjög agað mataræði sitt í maí. „Þetta er bara hver ég er,“ sagði hún í viðtali við Grazia. „Svona lít ég út. Ég ætla að gera það besta úr því.“ 

Hins vegar hefur hún ekki áhyggjur af hitaeiningum í vínglösum og telur að „lífið sé of stutt“ til að „hafa það ekki gott“.

Victoria tók það skýrt fram í viðtalinu við Grazia að hún tekur athugasemdir um þyngd hennar og útlit ekki inn á sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Í gær

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“

„Sami spegill, 4 árum, tveimur börnum og fullt af lærdómi seinna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins