fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
Fókus

Gefur nýtt lag Rúriks vísbendingar um næstu skref ICEGUYS?

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 15. nóvember 2024 21:15

Rúrik Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strákasveitin ICEGUYS er búin að vera á miklu flugi upp á síðkastið en sveitin gaf út slagarann Gemmér Gemmér í sumar og gaf svo nýlega út plötuna 1918 sem hefur hlotið mikilla vinsælda. Þeir láta ekki slag standa þar en núna á miðnætti kom lagið Sexý Rú út. Rúrik Gíslason fer þar með einleik en lagið er í skemmtilegum country fíling sem hefur verið í mikilli uppsveiflu upp á síðkastið.

„ICEGUYS sería tvö er loksins að koma út og tengist lagið þáttunum beint. Þetta er skemmtileg viðbót við ICEGUYS-heiminn þó að ICEGUYS séu vissulega ekki flytjendur lagsins heldur tónlistarmaðurinn Sexy Ru. Lagið fléttast skemmtilega inn í fyrsta þátt án þess þó að gefa of mikið upp. Líkt og í seríu eitt þá skemmtum við okkur konunglega við gerð þáttanna þar sem við höldum áfram að hafa húmor fyrir sjálfum okkur að leiðarljósi. Ég hlakka mikið til að heyra viðbrögðin við laginu og þáttunum og vonandi náum við að fá fólk til að hlæja og hafa gaman af,“ segir Rúrik.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Rurik Gislason (@rurikgislason)

Önnur þáttaröð kemur út sunnudaginn 24. nóvember og er mikil eftirvænting fyrir endurkomu þáttanna. Það má velta því fyrir sér hvort þetta lag segi okkur eitthvað um söguþráð þáttanna ef rýnt er í orð Rúriks um að lagið fléttist inn í fyrsta þátt.

„Það er alveg ótrúlega gaman að vera hluti af ICEGUYS-heiminum enda heill her af fólki sem vinnur saman í hinum fjölbreyttustu verkefnum. Að vera hluti af svona verkefni og ná að skapa heim tónlistar og sjónvarps, sem tala svona vel saman er einstakt. Okkar hlutverk er að vera með og styðja ICEGUYS alla leið, svo aðdáendur geti haldið áfram að njóta ICEGUYS,“ segir Ingólfur Norðdahl, markaðsdeild Símans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig

Eurovision: VÆB fengu stig frá þessum löndum og löndin sem Ísland gaf stig
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þegar mann langar óstjórnlega mikið í eitthvað, þá getur maður blindast“

„Þegar mann langar óstjórnlega mikið í eitthvað, þá getur maður blindast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðmunda fékk góða áminningu um kærleikann í árlegri ferð sinn í Mjóddina

Guðmunda fékk góða áminningu um kærleikann í árlegri ferð sinn í Mjóddina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alþjóðleg dómnefnd eins vinsælasta Eurovision-bloggsins birtir atkvæði sín – Hefur skipt um skoðun og raðar Íslandi hátt á lista

Alþjóðleg dómnefnd eins vinsælasta Eurovision-bloggsins birtir atkvæði sín – Hefur skipt um skoðun og raðar Íslandi hátt á lista