Sóley er IFBB fitness fyrirsæta og nýtur mikilla vinsælda á Instagram og TikTok.
Hún fær reglulega spurninguna: „Ertu búin að gangast undir BBL fegrunaraðgerð?“
BBL (Brazilian Butt Lift) er aðgerð þar sem fita er notuð til að fylla í rass og mjaðmir. Það er oft haldið því fram að meirihluti Kardashian-Jenner systra hafi gengist undir aðgerðina, engin þeirra hefur þó viðurkennt það.
Sóley Kristín sló á létta strengi og svaraði þessari þreyttu spurningu í myndbandi á Instagram.
Hún sagði afturendann verða til í ræktinni. „Í ræktinni stækkum við rassvöðvana,“ sagði hún.
View this post on Instagram
Sóley Kristín fór yfir hvað hún gerir til að stækka rassinn fyrr á árinu.
Hún sagði að það væru þrjár meginstoðir þegar kemur að því að stækka rassvöðvana. Í fyrsta lagi þarftu að borða nóg og borða umfram daglegu hitaeiningaþörf þína.
Sjá einnig: Þetta borðar Sóley Kristín til að bæta á sig vöðvamassa
Í öðru lagi þarftu að stunda það sem er kallað „progressive overload“ og snýst um að gera sömu æfingarnar og auka þyngdina með tímanum. „Vertu viss um að þú sért að gera æfinguna rétt áður en þú eykur þyngdina,“ segir hún.
Í þriðja lagi þarftu að sofa nóg, allavega átta tíma á nóttu.
View this post on Instagram
Aðspurð af hverju hún æfir rassvöðvana svona mikið, svaraði hún einfaldlega: „Svo ég geti litið svona út í venjulegum fötum.“