fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Frægur rappari fékk sé slurk af jökulvatni – En er það í lagi?

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 5. október 2024 16:30

Var þetta nú sniðugt hjá Ludacris? Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegu myndbandi sem rapparinn Ludacris birti á samfélagsmiðlum má sjá hann fá sér jökulvatn að drekka, beint úr jöklinum sjálfum. Sérfræðingar mæla ekki með að fólk fylgi fordæmi rapparans.

„Ég hef aldrei áður smakkað ferskt jökulvatn í lífi mínu og því er þetta í fyrsta skipti,“ segir Ludacris í myndbandinu, sem var tekið upp í Alaska fylki fyrir nokkrum vikum síðan. Segir hann að þetta hafi verið á „fötulistanum“ sínum. Því næst dýfir rapparinn brúsa í bráðnað vatnið, fær sér sopa og hrópar af kæti.

Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum. Næstum 50 milljón manns hafa horft á það á Instagram og rúmlega 30 milljónir á TikTok.

Eins og greint er frá í tímaritinu Food & Wine þá lýstu margir áhyggjum af velferð rapparans í athugasemdum við færsluna. „Hversu veikur varð hann af þessu?“ spurði einn. „Brósi er að dreypa á fínum frumstæðum saur frá forfeðrunum,“ sagði annar.

Myndbandið er ekki það eina á samfélagsmiðlum þar sem fólk sést drekka jökulvatn. Enda virðist það vera, og kannski er, gríðarlega svalandi og maður gæti haldið að það sé jökultært. En er það rétt? Er sniðugt og öruggt að drekka jökulvatn?

Stutta svarið er að það sé ekki fullkomlega öruggt að drekka jökulvatn. En það er heldur ekki jafn óhollt og margir halda.

Ísormar

Bent hefur verið á að í sumum jöklum eru svokallaðir ísormar. Fundist hafa nærri 80 tegundir af slíkum ormum, meðal annars í jöklum Alaska og Kanada. Þetta eru litlir ormar sem dveljast inni í ísnum en koma upp á yfirborðið til að éta þörunga á kvöldin og morgnanna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ludacris (@ludacris)

Þó það kunni að hljóma ógeðslega að drekka slíka orma þá eru þeir reyndar alveg meinlausir mannfólki. Einnig leysast þeir í sundur þegar hitastigið er komið upp í 5 gráður á selsíus kvarða.

Kvikasilfur frá iðnaði

Hættan af því að drekka jökulvatn stafar hins vegar af bakteríum, það er sníkjudýrum sem kallast á latínu giardia og cryptosporidium, annars vegar og þungmálmum hins vegar.

„Þó að spurningin hljómi einföld þá er svarið frekar flókið og veltur á því hvar jökullinn er og hversu mikið vatn er drukkið,“ segir jöklafræðingurinn Gabriel Wolken. „Þetta fer til dæmis eftir því hvar á jöklinum vatnið er tekið, það getur verið mjög gruggugt sums staðar með miklum svifefnum sem þarf að sía úr því. En óháð staðsetningu getur jökulvatn haft ýmis aðskotaefni úr úrfellingum andrúmsloftsins, dýrum og landslaginu í kring.“

Nefnir hann að í jökulísnum safnist fyrir þungmálmar úr andrúmsloftinu, til dæmis kvikasilfur sem berst frá iðnaðarsvæðum.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“