fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Þorvaldur missti föður og tengdaföður með nokkurra mánaða millibili – „Ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 31. október 2024 14:00

Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari missti föður sinn og tengdaföður með tæplega sjö mánaða millibili. Þorvaldur Davíð segist hafa átt ómetanlega tíma með föður sínum fyrir andlátið, en hann sé ekki enn búinn að fara almennilega í gegnum sorgina.

 „Eins og margir góðir menn var hann kannski of viðkvæmur fyrir lífið,“ segir Þorvaldur Davíð um föður sinn í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í þættinum Segðu mér á Rás 1.

Faðir Þorvaldar Davíðs, Kristján Þorvaldsson blaðamaður, varð bráðkvadd­ur við heim­ili sitt í Dan­mörku, 61 árs að aldri, sunnu­dag­inn 6. ág­úst 2023. Banamein hans var krabbamein.

Kristján sinnti ýmsum störfum í fjölmiðlum og stýrði meðal annars morgun- og síðdegisútvarpi á Rás 2. Þorvaldur Davíð fór oft með föður sínum í vinnuna og síðar vann hann um tíma við dagskrárgerð á RÚV og var í útvarpsleikhúsinu. 

Þorvaldur Davíð segir þá feðga hafa átt ýmislegt sameiginlegt og þá ekki síst einlægan áhuga á mannlífinu. „Ég held að leiklistaráhugi minn sé þaðan. Hann að taka viðtöl við áhugavert fólk í þjóðfélaginu, það er honum að þakka að ég fékk þennan áhuga á fólki.“

Reiðin þurrkaðist út þegar faðir hans fékk krabbamein

Þorvaldur Davíð segir ýmsar tilfinningar hafa komið upp hjá sér þegar ljóst var að faðir hans átti ekki lengi eftir ólifað, reiði, gleði og sorg sem hann hafði glímt við. „Ég var búinn að fara í gegnum þetta ferli en um leið og pabbi fékk krabbameinið þurrkaðist reiðin út og við mættumst á fallegum stað. Við áttum einn besta tímann okkar saman þegar það gerist. Ég er svakalega þakklátur fyrir að hafa náð þessum tíma með honum eftir að hann fær krabbameinið því það í rauninni setti sambandið okkar aftur á stað sem það hafði kannski ekki verið á síðan ég var lítill.“

Tengdafaðir Þorvaldar Davíðs,Karl J. Stein­gríms­son at­hafnamaður, oft kennd­ur við versl­un­ina Pels­inn, lést á Land­spít­al­an­um í Foss­vogi fimmtu­dag­inn 22. fe­brú­ar 2024, 76 ára að aldri.

Syrgjendur og þurftu einnig að passa upp á börnin

Þorvaldur Davíð segir að hann og eiginkona hans, Hrafntinna Viktoría Karlsdóttir lögfræðingur, hafi verið í því ferli að vera syrgjendur en einnig þurft að passa upp á börn sín í sorginni. sem er úr Laugardalnum eins og Þorvaldur. Hjónin eiga þrjú börn, Helgu, ellefu ára, Emelíu sjö ára og Kristján Karl tveggja og hálfs árs.

„Þegar maður er foreldri er maður ekki að syrgja einn heldur að hugsa um hvernig börnin manns eru að syrgja. Maður þarf að fara inn í þeirra tilfinningalíf og átta sig á því hvað þau eru að ganga í gegnum,“ segir Þorvaldur Davíð sem segist enn glíma við sorgina: 

„Mér finnst ég ekki enn búinn að ná að fara í gegnum sorgina almennilega. Ég á eftir að fara út og ná í dótið hans pabba og ég hef oft hugsað að það séu einhver lok þar.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“