fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fókus

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Fókus
Fimmtudaginn 3. október 2024 10:35

Louise Glover. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska glamúrfyrirsætan Louise Glover hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu. Glover, sem sat eitt sinn fyrir hjá Playboy, bjó í glæsivillu Hugh Hefner og djammaði með öllum stærstu stjörnunum, glímir nefnilega við heimilisleysi.

Hún sagði sögu sína í viðtali við breska blaðið The Sun.

Í viðtalinu sagði Glover, sem er 41 árs, að líf hennar á síðustu árum hefði ekki verið neinn dans á rósum. Hún þótti efnileg fyrirsæta á sínum yngri árum og var hún til dæmis valin „fyrirsæta ársins“ hjá Playboy árið 2006.

En árið 2010 fékk hún hjartaáfall eftir að hafa gengist undir brjóstastækkunaraðgerð og dvaldi hún á sjúkrahúsi í fimm vikur eftir það. Í dag býr Glover í tíu þúsund króna tjaldi í úthverfi bresku borgarinnar Reading og hún hefur áhyggjur af komandi tímum þar sem veturinn fer að skella á.

„Ég á enga fjölskyldu til að reiða mig á,“ sagði fyrirsætan í viðtalinu en hún flakkaði á milli fósturheimila í bernsku. „Ég reyni að vera jákvæð en það er erfitt,“ bætti hún við.

Glover var aðeins tvítug þegar hún byrjaði í fyrirsætubransanum og vakti fljótt athygli. Gekk hún undir viðurnefninu „hin breska Carmen Electra“ en hún var sem fyrr segir búsett um tíma í Playboy-setrinu með Hugh Hefner og öðrum Playboy-fyrirsætum. Segir hún að þar hafi ríkt sannkölluð fjölskyldustemning og Hugh Hefner heitinn verið „sannur herramaður“.

„Þetta var frábær tími. Ég hugsaði kannski ekki mikið um það á þeim tíma en ég hékk með stærstu nöfnunum í bransanum,“ segir hún.

Eftir hjartaáfallið ákvað Glover venda kvæði sínu í kross og læra einkaþjálfun. „Ég byrjaði að æfa á fullu og var komin með samning við stærstu merkin. Ég var um tíma með samning við Nike og leið eins og allt væri á uppleið aftur.“

Svo varð minna og minna að gera í einkaþjálfarabransanum og átti Glover orðið erfitt með að ná endum saman. „Þetta verður ekki auðveldara með aldrinum og ég fæ ekki lengur starf sem fyrirsæta,“ segir hún. Hún útilokar að fara þá leið að stofna OnlyFans-síðu eða gera eitthvað klámfengið. Fyrir það hafi hún of mikla sjálfsvirðingu.

Í viðtalinu segir Glover að fram undan sé mikil vinna og markmið næstu vikna sé að byrja aftur að vinna við einkaþjálfun. Hún gengur einnig um með þá hugmynd í maganum að taka að sér að viðra hunda fyrir fólk í nágrenninu gegn vægu gjaldi. „Að einhverju leyti er ég rólegri núna – því ég þarf ekki að hafa áhyggjur af eins mörgum hlutum og áður. Ég trúi því að lukkan sé á leið í lið með mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 2 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag

Play pop-up markaður í Mosfellsbæ í dag