fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Elín valin besta leikkonan í Chicago

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 26. október 2024 12:50

Katla og Elín í hlutverkum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var mikið um dýrðir og margt um manninn við lokaathöfn alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Chicago, enda var þetta sextugasta árið sem þessi virta hátíð fór fram.

Hápunktur athafnarinnar var þegar dómnefndin afhenti verðlaunin í aðalkeppni hátíðarinnar.  Þá var tilkynnt að Elín Hall hlyti verðlaunin sem besta leikkonan fyrir túlkun sína á Unu í kvikmyndinni Ljósbrot eftir Rúnar Rúnarsson.

Elín var að vonum hrærð yfir þessum mikla heiðri og í ræðu sinni þakkaði hún löngum lista fólks sem hafði stutt hana í gegnum tíðina. En sér í lagi, þakkaði Elín samleikurum sínum í Ljósbroti og undirstrikaði að þessi verðlaun væru viðurkenning á frábæru samstarfi þeirra.

Eru þetta áttundu alþjóðlegu kvikmyndaverðlaun Ljósbrots sem hefur verið að fara sigurför um heiminn eftir að hafa hlotið standandi lófaklapp sem opnunarmynd á Kvikmyndahátíðinni í Cannes.  Ljósbrot hefur einnig verið valin í forval til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og framundan eru fjölda kvikmyndahátíða . Þá hefur Ljósbrot einnig selst vel og mun fara í almennar sýningar um allan heim á næstunni. Myndin gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu og upphefst rússibanaferð tilfinninga. Þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr. Með aðalhlutverk fara auk Elínarm Katla Njálsdóttir, Mikael Kaaber,  Baldur Einarsson, Gunnar Kristjánsson og Ágúst Wigum.

„Elín á þessi verðlaun fullkomlega skilið og satt best að segja kemur þetta ekkert á óvart. Við höfum verið að ferðast á milli landa að undanförnu og sama hvert við komum að þá eru áhorfendur, sem og gagnrýnendur, dolfallnir yfir frammistöðu hennar. Chicago er sterk hátíð og hafði kvikmyndir með frábærar leikkonur, á borð við Tildu Swinton, í aðalhlutverkum. Við erum einkar stolt af Elínu og af öllum þeim frábæra hóp sem komu að og gerðu þessa mynd að veruleika,” segir Heather Millard framleiðandi:

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi

OnlyFans-stjarna vekur athygli á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar

Hrekkjavökudrottningin tísar búninginn í ár – Nær hún að toppa fyrri búninga? Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi

Þetta eru kirkjurnar sem eru í mestu uppáhaldi hjá erlendum ferðamönnum á Íslandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“