fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Fékk áhugavert hálsmen í afmælisgjöf frá frumburðinum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2024 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian hélt nýlega upp á 44 ára afmæli sitt. Og hvað fær manneskja sem á allt í afmælisgjöf?

Dóttirin North West, sem er 11 ára gaf móður sinni demants- og silfurhálsmen með áletruninni „Skibidi Toilet“.

Kim deildi myndbandi af gjöfinni á Instagram Story  á mánudaginn.

„North gaf mér þetta demantshálsmen sem á stendur Skibidi Toilet. Vá,“ sagði hún hlæjandi þar sem hún tók upp glitrandi hálsmenið, sem var með silfurplötu með setningunni ágrafinni að framan og áritað Love, North með dagsetningunni 10/21/24 aftan á.

„Vegna þess að þú elskar Skibidi Toilet,“ útskýrði West, 11 ára, fyrir móður sinni. 

„Ha geri ég það?“ spurði Kim.

West færði móður sinni einnig hvíta afmælisköku, sem á stóð „Til hamingju með afmælið mamma“ í bleikum glasúr. Kökuna prýddu svo sex gyllt kerti.

North West er elst af fjórum börnum Kim og fyrrum eiginmanns hennar, tónlistarmannsins Kanye West. Systkinin færðu móður sinni einnig hvítar og bleikar blöðrur með andliti Kim á, og var  hver blöðrustrengur bundinn við mynd eða persónulega miða frá börnunum.

North viðurkenndi að hún bjó blöðrurnar ekki til, en sá um að skaffa þær fyrir afmælið.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Kim Kardashian (@kimkardashian)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki