fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fókus

Ástin kviknaði í bakröddum

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 14. október 2024 13:33

Arnar og Íris Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íris Hólm Jónsdóttir, tónlistar- og leikkona, og Arnar Jónsson tónlistarmaður, eru nýtt par. 

Parið opinberaði samband sitt á Facebook um helgina með því að birta myndir af sér í brúðkaupi.

Arnar gaf á föstudag út lagið Tales of Blue, sem er fyrsta lagið af væntanlegri plötu hans. Arnar semur lagið, og Íris textann, en hún syngur einnig með Arnari í laginu. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem parið vinnur saman, því í vor voru þau hluti af íslenska Eurovision-hópnum og sungu bakraddir í lagi Heru Bjarkar, Scared of Heights. Arnar söng einnig bakraddir í laginu í Söngvakeppninni í febrúar og mars.

Íris er yfirkennari hjá Söngskóla Maríu Bjarkar, og hefur sungið bakraddir á mörgum tónleikum. Hún er einnig lærður förðunarfræðingur og hefur talsett barnaefni. 

Arnar er mögulega þekktastur sem meðlimur strákasveitarinnar Luxor sem gerði garðinn frægan á árunum 2007 til 2008, en sveitin var tilraun Einars Bárðarsonar, umboðsmanns Íslands, til að gera strákaútgáfu af Nylon.

Arnar er með Bsc. gráðu í Vél- og orkutæknifræði frá HR og er jafnframt menntaður húsasmiður. Síðast gengdi hann starfi aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa í Rangárþingi eystra.

Bæði hafa spreytt sig í sjónvarpsraunveruleikaþáttum, Íris í X-Factor þar sem hún tók þátt sem annar hluti dúetsins Gís og Arnar í The Voice Ísland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi