Tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir er óðum að verða ein af skærustu stjörnum samtímans og hún var meðal gesta á hinni árlegu Golden Globe-hátíð sem fram fór í nótt. Þeir sem ganga rauða dregilinn eru undir smásjá tískuheimsins og þurfa að upplifa miskunnarlausa gagnrýni.
Laufey skartaði kjól frá Rodarte og klassískt skart frá Cartier en fyrstu viðbrögð í fjölmiðlum eru æði misjöfn. Þannig rataði íslenska stjarnan á lista Daily Mail yfir verst klæddu stjörnurnar og var kjóli hennar lýst sem „satirískri martröð“. Vogue voru þó mildari í afstöðu sinni en þó aðeins með þögninni en Laufey rataði ekki á lista þeirra yfir verst klæddu gesti kvöldsins.
Blaðamaður Smartlands Morgunblaðsins var þó á allt öðru máli en í umfjöllun um kvöldið var Laufey sögð ein best klædda stjarna kvöldsins.