fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber eftir að P.Diddy var handtekinn

Fókus
Fimmtudaginn 19. september 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Justin Bieber er sagður í töluverðu uppnámi eftir að athafnamaðurinn og rapparinn Sean „Diddy“ Combs var handtekinn og ákærður fyrir mansal. Mun Bieber hafa lokað sig af og hafa aðstandendur áhyggjur af andlegri heilsu hans.

Diddy er meðal annars sakaður um að hafa fengið kvenkyns þolendur og karlkyns kynlífsverkamenn til að taka þátt í fjöldakynlífi undir áhrifum fíkniefna. Kallaði hann þessar orgíur „freak offs“.

Heimildarmaður úr nærumhverfi Bieber segir við DailyMail að Bieber sé sleginn út af handtökunni og þeim þungu sökum sem Diddy er borinn. Hann eigi erfitt með að ná utan um þetta enda hafi hann seinast átt í samstarfi við Diddy í tónlistarheiminum fyrir tæpu ári.

„Bieber er verulega miður sín út af fréttunum af Diddy og neitar að horfast í augu við þetta eða ræða þetta við nokkurn mann svo hann er búinn að loka sig af.

Svo mikið af fólkinu sem hjálpaði Bieber að verða stjarna er mjög náið Diddy og því er hann alveg sleginn út af laginu. Justin hefur ekki horfst í augu við þetta síðan lögregla gerði húsleit á heimilum Diddy og hann mun ekki gera það úr þessu.“

Heimildarmaðurinn segir að Bieber dauðsjái eftir því að hafa unnið með Diddy í fyrra og hefði aldrei gert slíkt hefði hann vitað hvað væri í vændum.

„Hann tók þátt í nýjustu plötu Diddy og hefði hann vitað þetta hefði hann aldrei gert það.“

Diddy hefur neitað sök í málinu en dómari hafnaði því að leyfa honum að sleppa úr gæsluvarðhaldi gegn greiðslu tryggingar. Hann er sakaður um að hafa notað völd sín og frægð til að lokka til sín konur og þvinga þær til þátttöku í kynlífsathöfnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni