fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Myndband af hetjudáð Bon Jovi: Sannfærði konu um að stökkva ekki fram af brú

Fókus
Fimmtudaginn 12. september 2024 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Jon Bon Jovi tókst að sannfæra konu um að taka ekki eigið líf, en konan ætlaði að stökkva fram af brú á þriðjudaginn.

Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum birti myndband af atvikinu og þakkaði söngvaranum og teyminu hans fyrir aðstoðina.

Var að taka upp tónlistarmyndband

Atvikið átti sér stað á frægu John Seigenthaler brúnni í Nashville. Bon Jovi, 62, var á svæðinu til að taka upp tónlistarmyndband fyrir lagið „People‘s House“ og tók þá eftir konu sem var búin að klifra yfir handriðið og horfði niður.

Í myndbandinu má sjá söngvarann og annan aðila nálgast hana rólega og stoppa nokkrum metrum frá henni og ræða stuttlega við hana. Þau færðu sig síðan nær.

Jon Bon Jovi on the John Seigenthaler Pedestrian Bridge in Nashville, Tenn.
Mynd/YouTube
Jon Bon Jovi on the John Seigenthaler Pedestrian Bridge in Nashville, Tenn.
Mynd/YouTube
Jon Bon Jovi on the John Seigenthaler Pedestrian Bridge in Nashville, Tenn.
Mynd/YouTube

Það er ekki vitað hvað hann sagði við konuna, en hann virtist ná að sannfæra hana um að klifra aftur yfir handriðið og koma á öruggt svæði.

Heimildarmaður Page Six sagði að Bon Jovi hefur fengið mikla þjálfun í að tala við fólk í vanda vegna Jon Bon Jovi Soul samtakanna.

Sjáðu myndband af atvikinu hér að neðan.

@ac2alityÉl estaba grabando un videoclip en Nashville, EEUU♬ sonido original – ac2ality

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Frá Roma til Besiktas
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman

Katy Perry og Orlando Bloom eru hætt saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“

Sunneva var fórnarlamb ástarsvika og tapaði milljónum – „Hann varð partur af mínu lífi mjög hratt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hlustaði ekki á viðvörun móður sinnar um brjóstastækkunina og sér nú eftir því

Hlustaði ekki á viðvörun móður sinnar um brjóstastækkunina og sér nú eftir því