fbpx
Laugardagur 20.desember 2025
Fókus

TMZ birtir myndband af Brad Pitt á Kirkjubæjarklaustri – Hitti aðdáanda sinn í Vík

Fókus
Fimmtudaginn 22. ágúst 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski slúðurfréttamiðillinn TMZ hefur fengið veður af Íslandsför stórleikarans Brad Pitt. Miðillinn birti í nótt myndband af Pitt á Kirkjubæjarklaustri þar sem hann sést setjast upp á mótorhjól sitt og undirbúa sig fyrir áframhaldandi ferðalag um landið.

DV greindi frá því á sunnudag að leikarinn hefði komið við í Dalakofanum í Reykjadal í Þingeyjarsveit og fengið sér hamborgara. Með í för var ónafngreindur félagi hans sem lét sér duga að elta Pitt á hvítum Landcruiser-jeppa. Þá vakti það athygli að Pitt pantaði sér hamborgara með kjöti og osti en engri sósu.

Brad Pitt brunaði upp að Dalakofanum á mótorhjóli, fékk sér sjoppuborgara án sósu og hélt sína leið

DV fékk veður af því að leikarinn hefði verið staddur á Djúpavogi í gær og lét hann til dæmis taka af sér mynd fyrir framan Hótel Framtíð.

Miðað við kennileiti sem sjást í myndbandi TMZ var það tekið á Kirkjubæjarklaustri. Þá birtist á aðdáendasíðu leikarans á Facebook í morgun mynd af honum á Skool Beans Café sem er í Vík. Þar sést Pitt í fallegri litríkri skyrtu með aðdáanda sér við hlið.

Miðað við ferðalag leikarans er hann á hringferð um landið á mótorhjóli sínu og líklega á leið aftur til Reykjavíkur áður en langt um líður.

Pitt fagnaði sextugsafmæli sínu í desember í fyrra og hefur hann einu sinni unnið til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Það var árið 2020 fyrir myndina Once Upon a Time… in Hollywood. Þá vann myndin 12 Years a Slave Óskarinn árið 2014 en Pitt var í hópi framleiðenda myndarinnar.

Í umfjöllun TMZ kemur fram að Pitt hafi verið vel klæddur á mótorhjólinu enda ekki beinlínis mjög heitt á Íslandi þó hásumar sé hér á landi. Skellti hann sér á hjólið og ók burt en með í för voru tveir ónafngreindir félagar hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart

Svar Leonardo DiCaprio kemur aðdáendum á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar

John Lewis í klandri vegna jólaauglýsingar – Hörð gagnrýni á jólagjöf eiginmannsins til eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“

„Ég er oft spurður að því hvernig ég fari að því að láta hestana elta mig“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“

Svona eiga Jón og Hafdís saman – „Ástin er brennandi“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi

Íslensk leikkona á sér tvífara í öðru landi