fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Fókus

Brad Pitt brunaði upp að Dalakofanum á mótorhjóli, fékk sér sjoppuborgara án sósu og hélt sína leið

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 13:30

Brad Pitt fékk sér borgara á Dalakofanum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki á hverjum degi sem ein frægasta manneskja heims gengur inn á lítinn veitingastað úti á landi og pantar sér einn af þjóðarréttum Íslendinga, sjoppuborgarann, en það er nákvæmlega það sem gerðist í Dalakofanum í Reykjadal í Þingeyjarsveit í gær.

Ein skærasta kvikmyndastjarna Hollywood, sjálfur Brad Pitt, kom þá brunandi upp að veitingastaðnum á mótorhjóli, gekk inn á staðinn og pantaði sér hamborgara. Með honum í för var ónafngreindur félagi hans sem lét sér duga að elta Pitt á hvítum Landcruiser-jeppa.

Ólafur Sólimann, sem rekur Dalakofann ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Boyd segir að allt hafi þó farið fram með kyrrum kjörum. Leikarinn heimsfrægi hafi snætt borgarann í rólegheitunum ásamt salati til hliðar og virst njóta matarins. Svo hafi hann þakkað fyrir sig, borgað og haldið sína leið á mótorhjólinu.

„Þetta var nokkuð óvænt og ég get alveg viðurkennt það stelpurnar sem eru að þjóna til borðs voru kannski aðeins spenntar en að öðru leyti fékk hann bara að vera í friði,“ segir Ólafur. Sjálfur hefur hann um árabil starfað í kringum frægt fólk sem kokkur og hann hafi því ekki ekki kippt sér mikið upp við heimsóknina og ekki séð einu sinni leikarann á veitingastaðnum sínum.

„Það var bara svo brjálað að gera,“ segir Ólafur. Hann segir þó að eiginkona sín Guðrún sé rígmontin eftir heimsóknina en hún eldaði hamborgarann ofan í stjörnuna sem honum virtist líka afar vel. Pitt kunni að meta einfaldleikann og pantaði sér einfaldlega hamborgara með kjöti og osti og enga sósu.

Ekki er vitað í hvaða erindagjörðum Pitt er hér á landi, hvort um sé að ræða frí eða undirbúning á einhverju kvikmyndaverkefni. Leikarinn gisti á Fosshótel Húsavík og mátti sjá mynd af honum á samfélagsmiðlum ásamt starfsfólki hótelsins.

Fararskjóti stjörnunnar þarf svo kannski ekki að koma á óvart í ljósi þess að Pitt er forfallinn áhugamaður um mótorhjól og á umfangsmikið safn af sjaldgæfum og verðmætum hjólum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað

Illkvittna gælunafnið sem Gwyneth notaði fyrir Winonu afhjúpað
Fókus
Fyrir 4 dögum

Samsæriskenning Steineyjar um tónleika Kaleo

Samsæriskenning Steineyjar um tónleika Kaleo
Fókus
Fyrir 6 dögum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum

Harry óttast útskúfun frá Bretlandi þegar Vilhjálmur tekur við völdum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum

Svona getur þú fengið meira út úr göngutúrnum
Fókus
Fyrir 1 viku

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld

Selja breska sveitasetrið eftir mánaðar búsetu – Ástæðan er einföld
Fókus
Fyrir 1 viku

Bale spókar sig í Eyjum

Bale spókar sig í Eyjum