fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Boxskipulagið varð Dísu Reykjavíkurdóttur ofviða – „Endaði bara eins og kaosið sem líf mitt er“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. ágúst 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, leik-og söngkona, birtir gjarnan skemmtileg myndbönd úr hversdagslífinu á TikTok. Myndbönd úr fjölskylduferð hennar í sumar til Ítalíu urðu til að auka fylgjendafjölda hennar á miðlinum, enda hreint sprenghlægileg.

Sjá einnig: Ítalíuferð Þorfinnssonfjölskyldunnar bjargaði íslenska sumrinu – „Og við viljum meira“

„Þetta átti að vera satisfying myndband af mér að raða í skúffu en endaði bara einsog kaosið sem líf mitt er,“ segir Dísa við nýjasta myndband sitt. Þar hefur hún ákveðið eins og margir gera að kaupa fullt af plastboxum til að skipuleggja skúffur eldhússins.

Þegar verkefnið er orðið Dísu ofviða leitar hún á náðir unnustans, Júlí Heiðars Halldórssonar, leikara og söngvara, sem svarar einfaldlega: „Þú sérð bara um ákveðna hluti á þessu heimili, og ég sé um aðra. Þú sérð um að raða og sortera og kaupa einhver þúsund plastbox og troða ofan í skúffu, ég sé um allt hitt.“

@thordisbjork Þetta átti að vera satisfying myndband af mér að raða í skúffu en endaði bara einsog kaosið sem líf mitt er. 🥰 @Júlí Heiðar #islenskt #fyrirþig #fyrirþigsíða #islensktiktok #fyp ♬ original sound – Dísa

Júlí Heiðar kemur þó á endanum til að aðstoða. „Ég var bara að reyna að fá pepp og það er komið, þannig að takk fyrir hjálpina, Bara reyna að fá smá support, smá leiðsögn. Nú er það komið, góðar stundir,“ segir Dísa.

Myndbandið hefur slegið í gegn og eru tæp 27 þúsund áhorf á það og margir að tengja við heimaskipulagið. Einhverjir finna þó til með unnustanum eða eins og einn skrifar: „Maðurinn á skilið fálkaorðuna fyrir að meika þig!!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einar Bárðar á tímamótum: „Þetta er helvíti fínt skal ég segja ykkur“

Einar Bárðar á tímamótum: „Þetta er helvíti fínt skal ég segja ykkur“