fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Deilir ákaflega grafískum myndum fyrir sextándu húðkrabbameinsaðgerðina – „Raunveruleikatékk“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 31. júlí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teddi Mellencamp gaf fylgjendum sínum „raunveruleikatékk“ með því að birta myndaröð af sem teknar voru nýlega þegar hún fór í sína sextándu húðkrabbameinsaðgerð.

Mellencamp sem þekkt er fyrir framgöngu sína í þáttunum „Real Housewives of Beverly Hills“ og sem dóttir tónlistarmannsins John Mellencamp, segir að þrátt fyrir að myndirnar séu ansi grafískar þá sé hún jákvæðari fyrir aðgerðinni en hún var fyrir viku síðan. 

„Aðgerðin er auðveldi hlutinn miðað við það sem felst í því að geta ekki stjórnað því sem er að gerast inni í líkama mínum,“ skrifaði hún í færslu á Instagram og sagði að næsta aðgerð sé fyrirhuguð 19. ágúst.

„Í millitíðinni mun ég elska börnin mín, fá að sjá pabba minn á tónleikum með fullt af vinum mínum, fara á ótrúlegar hestasýningar og gera hlaðvörp með ótrúlegum konum. Ég er lánsöm.“

Á einni myndanna má sjá stórt skurðsvæði á baki Mellencamp áður en það greri í Z-laga ör. Á annarri mynd sem fylgdi aðvörun liggur Mellencamp með andlitið á grúfu á  skurðarborði og búið er að fjarlægja stóran hluta af húðinni á baki hennar.

„Opnaðu aðeins þessa mynd ef þú vilt raunverulega sjá hversu mikilvægt er að láta skoða á sér húðina,“ varaði hún fylgjendur sína við. 

Mellencamp greindist með annars stigs sortuæxli í október árið 2022, og hefur síðan þá farið í fjölda skurðaðgerða. Nokkrum mánuðum síðar greindi hún frá því að skurðaðgerðir hefðu gengið vel og meinið hefði verið tekið, en hún þyrfti að fara í húðskoðun á fjögurra til sex vikna fresti. Í september 2023 sagði Mellencamp að læknar hefðu uppgötvað fleiri sortuæxli.

„Á þessum tímapunkti var ég farin að blokka út sumt af því sem gerðist. Ég svaf kannski tvö tíma á nóttu vegna þess að hausinn á mér var bara á yfirsnúningi,“ sagði Mellencamp á þeim tíma, en hún þurfti einnig að gangast undir stóran útskurð á öxlinni, sem hún segir hafa verið þess virði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“