fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Heilabrot: Sú mynd sem þú sérð fyrst lýsir persónuleika þínum

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. júlí 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á myndinni leynist ljón, pardusdýr og búnt af túnfíflum eða biðukollum. Sú mynd sem þú sérð fyrst segir til um hvort þú ert fæddur leiðtogi, leysir vandamál eða hefur sterka sannfæringu.

Sálfræðingar hafa lengi notað sjónhverfingar vegna þess að myndmálið getur leitt í ljós hvernig einstaklingur sér sjálfan sig, jafnvel þótt hann geri sér ekki grein fyrir því. Fyrsta aðferðin var búin til árið 1921 af svissneska geðlækninum Hermann Rorschach sem bjó til mismunandi form á pappír með svörtu bleki og bað sjúklinga að lýsa því sem þeir sáu. Þekkt sem Rorschach prófið, var blekblettaprófið hannað til að meta persónueinkenni og tilfinningalega tilhneigingu.

Þrautir og heilabrot á við þessa hafa ávallt fallið í kramið meðal einstaklinga, sama hversu hávísindalega beri að taka þeim. Þær eru í það minnsta skemmtileg dægradvöl.

Sástu ljón?

Ef þú sást ljón fyrst þýðir það að þú ert náttúrulega fæddur leiðtogi.

Dýrið táknar styrk, kraft og hugrekki og er oft tengt kóngafólki og forystu. Þú flýrð ekki undan áskorunum, heldur tekur þeim uppfullur af sjálfstrausti. Fólk lítur á þig sem áreiðanlegan einstakling og sýnir þér virðingu hvenær sem er í návist þinni þar sem það veit að þú ert tilbúinn til að leiða og taka stjórn á hvaða aðstæðum sem er.

Þú ert líklega sjálfstæður, sjálfbjarga og metur eigin hæfni. 

Sástu pardus?

Ef þú sást parudsinn fyrst þýðir það að þú ert hugsjónamaður sem horfir á heildarmyndina þegar þú tekur ákvarðanir. Þú ert greinandi og leitar að þekkingu til að leysa vandamál af skyndi, í stað þess að taka skyndilegar ákvarðanir.

Hæfnin til að hugsa með gagnrýmum hætti gefur þér valdatilfinningu sem tryggir árangur í næstum öllum aðstæðum sem þú lendir í. Og rétt eins og pardusdýrið getur auðveldlega ferðast um frá ljósi til myrkurs, getur þú lagað þig að breytingum áreynslulaust.

Sástu biðukolluna? 

Blómin eru þekkt fyrir að dafna við erfiðustu aðstæður, sem þýðir að þú lætur mótlæti ekki trufla þig. Túnfíflar breytast einnig úr skærgulum blómum í viðkvæmar biðukollur, sem táknar persónulegan vöxt á breytingatímum. Þú stendur fast á sannfæringu þinni, tekur á móti andstæðingum án þess að tapa heilindum þínum sem um leið færir þér virðingu og traust frá öðrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“