fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Fókus

Kramer úr Seinfeld opnar sig um augnablikið þegar ferillinn fór í vaskinn

Fókus
Fimmtudaginn 23. maí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski leikarinn Michael Richards úr Seinfeld hefur opnað sig um augnablikið þegar ferill hans fór í vaskinn. Richards sló í gegn sem Cosmo Kramer í Seinfeld og er karakter hans með þeim litríkustu sem sést hafa í sjónvarpi. Ekki hefur sést mikið til Richards á síðustu árum.

Kvöld eitt árið 2006 hélt Richards uppistand á Laugh Factory-uppistandsklúbbnum þegar hann talaði með niðrandi hætti til svartra. Þetta átti eftir að hafa miklar afleiðingar í för með sér fyrir hann og hefur Richards varla sést á skjánum eða á sviði síðan þá.

Mun hann meðal annars koma inn á þetta atvik í ævisögu sinni sem er væntanleg í verslanir í byrjun júnímánaðar.

„Ég sá strax eftir því sem ég sagði,“ segir Richards, sem er orðinn 74 ára, í nýju viðtali við People. Hann segir að með því að opna sig um þetta núna sé hann ekki að leita leiða til að komast aftur á svið eða í sjónvarp.

„Ég var reiður á þessum tíma og reiðin getur verið sterkt afl. En þetta gerðist og í stað þess að hlaupa frá þessu þá reyndi ég að læra af þessu. Það hefur ekki verið auðvelt,“ sagði hann.

Hann bætir við að ráðgjafar hans í krísustjórnun hafi ráðlagt honum á sínum tíma um hvernig best væri að bregðast við til að takmarka skaðann. „En skaðinn var inni í mér og það var kominn tími til að komast að því hvar upptök þessarar reiði voru,“ segir hann.

Richards segist ekki vera rasisti og ekki hafa neitt á móti svörtu fólki. „Maðurinn sem sagði við mig að ég væri ekki fyndinn hafði sagt nákvæmlega það sem ég hafði sagt við sjálfan mig í langan tíma. Ég var niðurlægður og mig langaði að niðurlægja hann.“

Í bók sinni mun Richards segja frá góðum stundum á ferli sínum í bland við þær slæmu. Hann hefur lengi barist við lágt sjálfsmat.

„Ég hafnaði því að fá stjörnu á frægðargangstéttina í Hollywood af því að mér fannst ég ekki eiga það skilið. Ég sagði tvisvar nei þegar ég var beðinn um að stjórna Saturday Night Live. Mér fannst ég ekki nógu góður til þess. Ég var aldrei fyllilega ánægður með frammistöðu mína í Seinfeld. Frægðin gerði það að verkum að óöryggi mitt margfaldaðist,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað

Bianca Censori klæddist gegnsærri skikkju og engu undir á virtum veitingastað
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún prófaði nýja kynlífstrendið sem er að gera allt vitlaust

Hún prófaði nýja kynlífstrendið sem er að gera allt vitlaust
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum

Svakalegar sprengjur í lögsókn gegn Kanye – Fór í fimm manna kynsvall með eiginkonunni og er með typpastærðir á heilanum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gypsy Rose opnar sig um hvernig hún kannaði kynhneigð sína í fangelsi

Gypsy Rose opnar sig um hvernig hún kannaði kynhneigð sína í fangelsi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrsta stefnumótið endaði á sjúkrahúsinu – Varar aðra við að gera sömu kynlífsmistök

Fyrsta stefnumótið endaði á sjúkrahúsinu – Varar aðra við að gera sömu kynlífsmistök
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur og Dagur vilja láta húðfletta sig eftir andlát – „Hvern þarf ég að tala við, einhverja lögfræðinga?“

Ólafur og Dagur vilja láta húðfletta sig eftir andlát – „Hvern þarf ég að tala við, einhverja lögfræðinga?“